Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar

Kæri félagi

 

 

 

Af hverju er greitt í stéttarfélag?

Mikill misskilningur er á almennum vinnumarkaði um það hvort hægt sé að sleppa greiðslu iðgjalda í stéttarfélag eða hvort velja megi stéttarfélag eftir geðþótta þvert á félagssvæði og jafnvel kjarasamninga. Samkvæmt lögum nr. 55/1980 er atvinnurekendum skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina og greiða í fræðslusjóði, sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga iðgjöld þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.

Read more „Fréttabréf Bárunnar“

Afhending lykla að íbúð Bárunnar í Sóltúni

Athugið. Frá 1 september þurfa leigjendur að íbúð Bárunnar í Sóltúni Rvk. að ná í lyklanna á opnunartíma skrifstofu félagsins 8:00-16:00 að Austurvegi 56, 3 hæð.

Please note! From 01/09/21 people renting the apartment in Sóltún 28, Reykjavík need to pick up the keys in the reception of our office on Austurvegur 56, third floor which is open 08:00 – 16:00 mon-fri.

Uwaga. Od 1 września najemcy mieszkania związków zawodowych Báran przy ul. Sóltún w Rvk. będą musieli odbierać klucze w biurze związków przy Austurvegur 56, 3 piętro w godzinach otwarcia biura 8:00-16:00.

Kjarasamningur Bárunnar við Skaftholts samþykktur

Á föstudaginn lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Skaftholts og Bárunnar, stéttarfélags. Á kjörskrá voru þrettán félagsmenn Bárunnar og þar af kusu níu eða samtals 69,2%. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Já = 9 eða samtals 100%
Nei = 0 eða samtals 0%
Tek ekki afstöðu = 0 eða samtals 0%

Kosning um kjarasamning milli Bárunnar og Skaftholts

Kosning um kjarasamning milli Bárunnar, stéttarfélags og Skaftholts hefst í dag kl. 14:00 í dag mánudaginn 23. ágúst. Kosningunni  lýkur nk. föstudag, þann 27. ágúst kl. 12:00. Tengill inn á kosninguna er hér fyrir neðan og einnig hægra megin á heimasíðunni. Þar er hægt að nálgast kynningarefni um kjarasamninginn.

Hægt er að nota rafræn skilríki og einnig íslykil. Við hvetjum félagsmenn sem starfa undir viðkomandi kjarasamningi að taka þátt.

Kosning

Kjarasamningur við Sólheima ses samþykktur

Á föstudaginn lauk atkvæðagreiðslu um kjarasamning Sólheima ses og Bárunnar, stéttarfélags.  Á kjörskrá voru 60 félagar og kjörsókn var 38,3%.  Atkvæði féllu þannig:

Já sögðu 73,91%, nei sögðu 13,4% og 13,04% tóku ekki afstöðu. Kjarasamningurinn telst því samþykktur.

Kosning hefst í dag

kjarasamningur milli Bárunnar og Sólheima ses

Nú er komið að því að kjósa um kjarasamning milli Bárunnar, stéttarfélags og Sólheima ses. Kosningin hefst kl. 14:00 í dag miðvikudaginn 11. ágúst  og lýkur nk. föstudag , 13. ágúst kl. 12:00. Tengill inn á kosninguna er hér fyrir neðan og einnig hægra megin á heimasíðunni. Þar er hægt að nálgast kynningarefni um kjarasamninginn.

Hægt er að nota rafræn skilríki og einnig íslykil. Við hvetjum félagsmenn sem starfa undir viðkomandi kjarasamningi að taka þátt.

Kosning

Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play

Föstudagspistill forseta ASÍ.

Leiðin að hjarta Íslendingar liggur í gegnum fríhöfnina og ódýra flugmiða til útlanda. Það er stór hluti af lífsgæðum okkar að geta ferðast til útlanda, ná í sól og aðra menningu og víkka sjóndeildarhringinn. Slíkt er ekki síst mikilvægt fólki sem býr á eyju í miðju Atlantshafinu. Það er því ekkert skrýtið að margir fagni samkeppni í flugrekstri.

Read more „Þau í dag, þú á morgun – Nei við Play“