Við vinnum fyrir þig

Translate to

Eljan er komin út

Eljan kom í út í byrjun vikunnar og var dreift til félagsmanna síðustu daga. Í þessu fyrsta tölublaði ársins er víða komið við og ber merki þess að sumarið nálgast óðum. Síðasta sumar komu mörg mál á borð stéttarfélaganna um svokallað jafnaðarkaup og verktöku unglinga. Í sumum tilfellum er verið að hlunnfara sumarstarfsfólkið með því að greiða lægri laun en lágmarkstaxtar kjarasamninga kveða á um. Gerð er grein fyrir þessum vanda í umfjöllun um jafnaðarkaup og verktakalaun. Read more „Eljan er komin út“

Bónus ódýrast

Bónus var með lægsta verðið á matarkörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum víðsvegar um landið síðastliðinn mánudag. Matarkarfan var ódýrust í Bónus á 20.404 kr. en dýrust í Nóatúni á 24.680 kr. sem er 4.276 kr. verðmunur eða 21%. Matarkarfan í Samkaupum-Úrvali var næst dýrust eða á 24.658 kr. eða 22 kr. ódýrari en karfan í Nóatúni.

Read more „Bónus ódýrast“

Vegna fyrirhugaðrar opnunar verslana 1. maí

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands mótmælir harðlega fyrirætlunum verslanamiðstöðva og fleiri að hafa búðir opnar á 1 .maí baráttudegi verkalýðsins. Dagurinn er frídagur verslunarfólks eins og alls annars launafólks á Íslandi og hefur svo verið um áratugaskeið. Miðstjórnin harmar allar tilraunir til að breyta þessu og hvetur neytendur til að sniðganga verslanir sem hafa opið þennan dag.

Tekið af heimasíðu ASÍ.

Hátíðardagskrá 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins

Báran stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Félag eldri borgara á Selfossi standa fyrir viðamikilli dagskrá fyrir alla fjölskylduna á alþjóðlegum baráttu- og hátíðardegi verkalýðsins þriðjudaginn 1. maí nk.

Read more „Hátíðardagskrá 1. maí í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins“

Útilegukortið á góðu verði

Útilegukortið er komið til sölu á þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi. Stjórn Bárunnar, stéttarfélags hefur ákveðið að Útilegukortið verði niðurgreitt til félagsmanna sem greitt hafa til félagsins síðustu sex mánuði áður en kaup eru gerð. Verð Útilegukortsins með niðurgreiðslu er kr. 8.000.  Markmiðið með þjónustunni er að gefa félagsmönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um land.

Read more „Útilegukortið á góðu verði“

Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald

Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til samráðsfundar á meðal aðildarfélaga sinna föstudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Sætúni 1 um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þingkonurnar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir munu mæta á fundinn til að útskýra afstöðu ríkistjórnarinnar og ræða um hugsanleg áhrif frumvarpanna á fiskvinnslufólk. Read more „Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald“

Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 393 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun kvenna 321 þúsund krónur.

Read more „Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði“