Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald

Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til samráðsfundar á meðal aðildarfélaga sinna föstudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Sætúni 1 um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þingkonurnar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir munu mæta á fundinn til að útskýra afstöðu ríkistjórnarinnar og ræða um hugsanleg áhrif frumvarpanna á fiskvinnslufólk. Read more „Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald“

Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 393 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun kvenna 321 þúsund krónur.

Read more „Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði“

Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands

Fyrsta útskrift úr námskeiðinu „Meðferð matvæla“ hjá  Fræðsluneti Suðurlands var þann 29. mars síðastliðinn. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í matvælaiðnaði og er góður undirbúningur undir frekara nám t.d. í mjólkuriðnaði. Fræðslunet Suðurlands var í samstarfi við Báruna, stéttarfélag og MS á Selfossi, um að halda námskeiðið hér á Selfossi.

Read more „Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands“

Verðkönnun á páskaeggjum

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið mánudaginn 26. mars. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Bónus var með lægsta verðið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast var Fjarðarkaup með lægsta verðið eða á 9 páskaeggjum og Krónan á 3. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið á 21 páskaeggjum af 28, en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða á 7 páskaeggjum.

Read more „Verðkönnun á páskaeggjum“

Ný heimasíða Bárunnar, stéttarfélags

Báran, stéttarfélag hefur flutt vefþjónustu félagsins yfir á fyrirtæki staðsett á Suðurlandi.  Gerður hefur verið samningur við Endor vefþjónustu á Selfossi um um vistun, viðhald og uppfærslur á þeim vefþjóni sem vefsíðan eru hýst á. Markmiðið með þessum breytingum er að geta veitt meiri upplýsingar en áður til félagsmanna og í leiðinni að auka hagræði í rekstri síðunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Grétar Magnússon hjá Endor og Örn Braga Tryggvason varaformann Bárunnar stéttarfélags undirrita samning um vistun heimasíðunnar.