Við vinnum fyrir þig

Translate to

Jólafundur Bárunnar 2021

Kæri félagi

Nú fer árið 2021 að renna sitt skeið og aftur kemur nýtt ár. Þetta hefur verið sérstakt ár, eldgos, covid, mikið atvinnuleysi og ýmsar áskoranir sem við höfum staðið frammi fyrir í verkalýðshreyfingunni hreyfingunni. Verkefnin eru næg framundan, kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verða lausir 1. nóvember 2022 og við ríki og sveitarfélög 30.september 2023. Undirbúningur er að hefjast fyrir kjarasamninganna.

Eins og saga rúmlega 100 ára saga ASÍ sýnir þá er baráttan fyrir bættum kjörum lifandi barátta og verkefnið krefst þess að við gerum þetta saman í stórri og sterkri fylkingu eins og hingað til. Einstaklingar koma og fara en baráttan heldur áfram og megun við vera stolt af þeim stóru réttindamálum sem við njótum í dag vegna þrautseigju sem verkalýðshreyfingin hefur sýnt.

Starfsemi félaganna byggir á félögunum, trúnaðarmönnum og stjórnum. Félögin þurfa að halda úti öflugu trúnaðarmannakerfi til þess að ná utan um taktinn á vinnustöðunum, hvað má betur fara og hvað getum við gert. Ef vantar trúnaðarmann á þínum vinnustað endilega að hvetja til kosninga trúnaðarmanns. Ef að það er trúnaðarmaður á þínum vinnustað þá skaltu hiklaust nýta þér hann og koma með ábendingar og vangaveltur til hans. Félagið verður ekki sterkara en félagarnir sjálfir.

Fyrir hönd félagsins óska ég ykkur og fjölskyldum ykkar gleðilegra jóla, farsældar og friðar á næsta ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári.

 

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags.

 


 

Jólafundur Bárunnar 2021

Jólafundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn níunda desember síðastliðinn á Hótel Selfoss. Sigurlaug Gröndal var fundarstjóri, á hann mættu trúnaðarmenn, stjórn og starfsmenn ásamt góðum gestum með áhugaverð erindi. Mætingin var góð og fóru fram öflugar umræður um stöðu mála. Nýverið höfum við fengið mikið af nýjum trúnaðarmönnum og er brýn nauðsyn að hafa þá með í komandi kjarasamninga lotu.

  • Drífa Snædal forseti ASÍ kom og fór með erindi um hvað ASÍ er að takast á við núna og svaraði svo spurningum frá fundarmönnum.
  • Á eftir henni kom Þórir Gunnarsson hagfræðungur og fór yfir haustskýrslu kjaratölfræðinefndar.
  • Þá kom Kristín Heba framkvæmdarstjóri Vörðu  og fór yfir könnun sem að við í Bárunni létum gera um líðan og stöðu þeirra sem var sagt upp fyrr á árinu hjá Hsu, hægt er að skoða það nánar hér að neðan.
  • Þór Hreinsson, starfsmaður bárunnar fór yfir nýja launareiknivél SGS.
  • Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar fór svo yfir árið hjá félaginu og velti fyrir sér komandi ári.
  • Gunnar Karl Ólafsson, starfsmaður Bárunnar  kynnti svo nýja heimasíðu og mínar síður fyrir fundarmönnum.

Umræður voru lokapunkturinn í formlegri dagskrá þar sem að við fórum hringinn og heyrðum frá vinnustöðum trúnaðarmanna. í lokinn var svo boðið uppá jólakvöldve

Afleiðingar uppsagna HSu

Varða-Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins gerði könnun um áhrif og afleiðingar uppsagna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í byrjun árs 2021. Könnunin var gerð af beiðni Bárunnar, stéttarfélags.  Fjórir þátttakendur svöruðu fyrri könnuninni og fimm þeirri seinni.  Þrátt fyrir lágt svarhlutfall gaf niðurstaðan í heildina sambærilega niðurstöðu og gerð hefur verið í öðrum sambærilegum rannsóknum.

Markmið könnunarinnar var að kanna fjárhagsstöðu og líðan félagsfólks Bárunnar sem var sagt upp störfum hjá HSU í upphafi árs í kjölfar þess að breytt var upp rekstarfrom á stofnuninni. Könnunin var lögð fyrir í tvígang, að vori skömmu eftir að uppsagnirnar áttu sér stað og aftur að hausti.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að líðan uppsagnahópsins var að meðaltali mun verri en líðan bankastarfsmanna eftir hrun en einnig að líðanin hafði að jafnaði skánað nokkuð þegar þrír mánuðuir voru liðnir frá uppsögn þrátt fyrir að vera enn langt frá að ná líðan bankastarfsmannanna. Uppsagnirnar komu flatt upp á starfsfólkið. Það fann fyrir vonbrigðum, depurð og kvíða fyrir framtíðinni í kjölfar þeirra og fannst jafnvel að verið væri að svíka það eftir að hafa staðið í framlínunni í fyrstu bylgjum COVID faraldursins. Þá fannst þeim erfitt að þurfa að slíta tengslin við samstarfsfólkið og gamla fólkið sem það sinnti á stofnunni. Fyrir starfsfólk af erlendum uppruna kom gamla fólkið í staðinn fyrir aldraða ættingja sem þau þurftu að yfirgefa þegar þau komu til Íslands.

Jólakveðjur, starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Miðstjórn ASÍ ályktar um stjórnarsáttmálan


Ályktun miðstjórnar ASÍ um stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar

Á örlagatímum hefur hreyfing vinnandi fólks lagt áherslu á að verja hið opinbera velferðarkerfi, afkomu fólks og auka jöfnuð í gegnum skattkerfið. Í nýjum stjórnarsáttmála, sem gefinn er út þegar verðbólga er mikil og erfiðar aðstæður á húsnæðismarkaði, er lögð áhersla á að vaxa út úr kreppunni í stað þess að auka álögur. Minna fer fyrir þeim ásetningi að verja opinbera velferðarkerfið og mæta langtímaáskorunum sem felast í húsnæðisvanda, öldrun þjóðar og að styrkja tekjustofna til framtíðar.

Sérstaklega veldur það vonbrigðum að loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamningana 2019 eru endurunnin og útþynnt í sáttmálanum. Þar ber hæst loforð um húsnæðismarkaðinn og þann kostnað sem heimilin bera, hvort sem fólk er á leigumarkaði eða eignamarkaði. Stuðningur stjórnvalda við húsnæðisöryggi og tilfærslukerfin mun ráða úrslitum í kröfum verkalýðshreyfingarinnar í aðdraganda kjarasamninga 2022 og 2023.

"Hvergi er minnst á að styrkja atvinnuleysistryggingakerfið, setja á leigubremsu á leigumarkað, styrkja vaxtabótakerfið eða skilgreina hlutfall íbúðabygginga á félagslegum grunni."

Hvergi er minnst á að styrkja atvinnuleysistryggingakerfið, setja á leigubremsu á leigumarkað, styrkja vaxtabótakerfið eða skilgreina hlutfall íbúðabygginga á félagslegum grunni. Enn á ný er hins vegar lofað að lögfesta 15,5% framlag launafólks í lífeyrissjóði, loforð sem hefur ítrekað verið svikið, svo og að staðfesta lög gegn kennitöluflakki. Þá hefur kröfum hreyfingarinnar um önnur atriði, svo sem útvíkkun á keðjuábyrgð, framhald átaksins Allir vinna og staðfesting á févíti vegna launaþjófnaðar ekki verið mætt í sáttmálanum.

"Gríðarlegar áskoranir eru framundan vegna endurnýjunar kjarasamninga næstu tvö árin og réttlátra umskipta vegna tækni- og loftslagsbreytinga."

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands fagnar því að nú sé kominn til starfa félags- og vinnumarkaðsráðherra sem lýsir áherslum nýrrar ríkisstjórnar á vinnumarkaðsmál. Gríðarlegar áskoranir eru framundan vegna endurnýjunar kjarasamninga næstu tvö árin og réttlátra umskipta vegna tækni- og loftslagsbreytinga. Þar mun öllu máli skipta að vera í góðum tengslum við verkalýðshreyfinguna, verja sjálfstæði hennar og slagkraft og styrkja möguleika fólks til starfsmenntunar og þátttöku á heilbrigðum vinnumarkaði.

Miðstjórn Alþýðusambandsins fagnar staðfestingu á auknu samráði við vinnumarkaðinn og er tilbúið til viðræðna um bætt verklag í kjaraviðræðum. Verkalýðshreyfingin mun hins vegar berjast gegn öllum hugmyndum um að auka völd ríkissáttasemjara sem lúta að takmörkun verkfallsréttar eða samningsumboðs og sjá til þess að þær munu ekki ná fram að ganga.

"Alþýðusambandið er tilbúið í alla samvinnu sem lýtur að því að efla sí- og endurmenntun og auka tækifæri fólks til menntunar."

Alþýðusambandið er tilbúið í alla samvinnu sem lýtur að því að efla sí- og endurmenntun og auka tækifæri fólks til menntunar. Þrátt fyrir yfirlýsingar hefur skort aðgerðir í málaflokknum. Í raun hefur dregið úr stuðningi við framhaldsfræðslu síðustu ár og áratugi svo ekki verður við unað á tímum örra breytinga á vinnumarkaði. Þá er viðvarandi áskorun að vinda ofan af ótryggum ráðningasamböndum, uppgangi gulra stéttarfélaga og gera fólki kleift að njóta þeirra réttinda sem verkalýðshreyfingin hefur byggt upp áratugum saman.

Nú þurfum við að leita til þín!

English and Polish below


Kæru félagar

Nú þurfum við hjá Bárunni, Stéttarfélag á ykkar hjálp að halda. Við viljum biðja ykkur að taka þátt í stuttri skoðanakönnun um stöðu ykkar. Það tekur stuttan tíma og allir sem svara komast í pott og geta unnið 30.000 króna gjafakort.

Könnunin er á vegum Vörðu – Rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sem var stofnuð af ASÍ og BSRB árið 2020. Könnunin er mikilvægur liður í upplýsingaöflun um stöðuna á vinnumarkaði, sér í lagi varðandi fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, heilsu og áhrifa heimsfaraldursins. Niðurstöður hennar munu hjálpa okkur við að greina stöðu launafólks á Íslandi.

Það tekur aðeins um 10 mínútur að svara könnuninni. Spurt er um húsnæði, fjárhagsstöðu, líðan, heilsufar, heilbrigðisþjónustu, sumarfrístöku, áhrifa heimsfaraldursins í starfi sem og á einkalíf.

 

Taktu þátt í könnuninni með því að skrá þig inná mínar síður 

Mínar síður

 

Framkvæmd könnunarinnar er alfarið í höndum Vörðu, sem sér um hönnun spurninga, uppsetningu, framkvæmd og mun sjá um úrvinnslu á niðurstöðum.

  • Könnunin verður opin í tvær vikur og hægt er að svara henni í síma, spjaldtölvu eða í tölvu.
  • Könnunin er á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku.
  • Þrír þátttakendur vinna 30.000 kr. gjafakort fyrir þátttökuna.
  • Könnunin opnar miðvikudaginn 24. nóvember og verður lokað þriðjudaginn 8. desember.

Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt í könnuninni, enda afar mikilvægt að fá sjónarmið sem flestra til að niðurstöðurnar nýtist sem best við að móta og styðja við kröfur verkalýðshreyfingarinnar.

 


 

Dear members

We at Báran, Union need your help. We ask that you participate in a short survey about your current situation. It will not take much of your time, and everyone who participates gets a chance to win a 30,000 ISK gift card.

The survey is conducted by Varða, a labour market research institute founded in 2020 by ASÍ and BSRB, the two largest federation of labour unions in Iceland. The survey will provide important information about the labour market, especially in regards to workers’ financial situation, housing, health and the impacts of the pandemic. The outcome will help us assess the overall situation among workers in Iceland.

The survey takes only around 10 minutes to complete. The questions relate to housing, financial situation, mental and physical health, health care services, summer vacation, and the pandemic’s impact on the your professional as well as personal life.

 

Log in to the Inner web to participate 

Mínar síður

 

Varða manages all aspects of this survey, from designing the questions, to setting up and conducting the survey, and Varða will also process the answers.

  • The survey will be open for two weeks and can be completed through a mobile, a tablet or a computer.
  • The survey is available in three languages: Icelandic, English and Polish.
  • Three participants will win a 30,000 ISK gift card.
  • The survey opens on Tuesday, 24 November, and will close on Tuesday 8 December.

We encourage all our members to participate in this survey. Your input will help provide a broad outcome which will help us shape and support the labour movement’s demands.

 


 

Drodzy członkowie

W Báran potrzebujemy waszej pomocy. Chcemy was poprosić o udział w krótkim sondażu opinii dotyczącym waszej sytuacji. Udzielenie odpowiedzi na niego nie zajmie wiele czasu, a wszystkie osoby, które wezm w nim udział, trafią do puli i mogą wygrać bon prezentowy o wartości 30 000 kr.

Ankieta została opracowana przez Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, instytut badań rynku pracy założonego niedawno przez ASÍ ( Konfederacja Islandzikch Związkow Zawodowych) i BSRB ( Federacja Związków Zawodowych). Kwestionariusz stanowi istotny element badania sytuacji na rynku pracy, zwłaszcza dotyczącej sytuacji finansowej, sytuacji na rynku mieszkaniowym, sytuacji zdrowotnej oraz wpływu pandemii. Jej wyniki pomogą nam poznać sytuację osób pracujących na Islandii.

Udzielenie odpowiedzi na ankietę zajmuje około 10 minut. Pytania dotyczą mieszkania, sytuacji finansowej, samopoczucia, stanu zdrowia, służby zdrowia, wykorzystania urlopu oraz wpływu pandemi na sytuację zawodową i prywatną.

 

Weź udział w ankiecie logując się na „moja strona“

Mínar síður

 

Przeprowadzeniem ankiety zajmuje się w całości instytut Varða, który jest odpowiedzialny za ułożenie pytań, skład, realizację i zajmie się przetworzeniem odpowiedzi.

  • Ankieta będzie dostępna przez dwa tygodnie, a odpowiedzi będzie można udzielać przez telefon, tablet lub komputer.
  • Kwestionariusz można wypełnić w trzech językach – islandzkim, angielskim i polskim.
  • Trzech uczestników otrzyma bon w wysokości 30 000 kr.
  • Ankieta będzie dostępna od wtorku 24 listopada do wtorku 8 grudnia.

Zachęcamy wszystkich członków związku zawodowego do wzięcia udziału w powyższym badaniu. Uzyskanie jak największej liczby odpowiedzi jest kluczowe dla pózniejszego wykorzystania ich w formułowaniu i uzasadnianiu postulatów ruchu związkowego.

Halldóra Sveinsdóttir nýr 3. varaforseti ASÍ

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður Bárunnar stéttarfélags á Selfossi var í dag kosin 3. varaforseti ASÍ á fundi miðstjórnar sambandsins.
Ragnar Þór Ingólfsson hefur gegnt embætti 3. varaforseta en verður 2. varaforseti eftir að Sólveig Annu Jónsdóttir sagði af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir ASÍ í byrjun mánaðarins.

Halldóra sem er 61 árs hefur verið formaður Bárunnar frá árinu 2010 en starfssvæði félagsins er Árnessýsla utan Ölfus og eru félagsmennirnir rúmlega 2100. Hún hefur setið sem aðalmaður í miðstjórn ASÍ frá árinu 2018 og tekið þátt í fjölmörgum trúnaðarstörfum á vegum hreyfingarinnar að auki.

Þórarinn Sverrisson, formaður Öldunnar á Sauðárkróki, kemur inn sem aðalmaður í miðstjórn.

Hjalti Tómasson - Marta Katarzyna Kuc - Þór Hreinsson - Halldóra Sigríður Sveinsdóttir - Gunnar Karl Ólafsson

Ný Heimasíða Bárunnar – Fréttabréf og fleira

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á nýja heimasíðu okkar

 

Báran, stéttarfélag hefur nú opnað nýja heimasíðu félagsins. Við höfðum auðvelt aðgengi að helstu upplýsingum að leiðarljósi og tökum vel móti ábendingum um hvaða efni þið viljið sjá hér. Einnig höfum við innleitt mínar síður, þar sem að hægt er að sækja um heilsu og forvarnarstyrki, menntastyrki og sjúkradagpeninga. Mínar síður eru ennþá í stillingum þannig ef að þú lendir í vandræðum hafðu þá samband eða sæktu um á gamla mátan. Við erum viss að þetta muni nútímavæða þá þjónustu sem að við bjóðum uppá með tilheyrandi tímasparnaði. Okkur langar að þakka þeim hjá APmedia fyrir alla þá aðstoð og þjónustu sem við fengum hjá þeim í þessu ferli.

Translate to your language

Now you can read the page in a language of your choosing. go to the top of the page to change the language.

Desember uppbót 2021

Nú fer að líða að jólum og þar með Desemberuppbót. Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Drífa ávarpaði Þing ETUC

Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði í dag þing ETUC (Evrópusamband verkalýðsfélaga) sem haldið er í Lissabon í Portúgal. Hún gerði endurreisnina eftir Covid faraldurinn að umtalsefni í ræðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Önnur umræðuefni á þinginu hafa snúist um lágmarkslaun í Evrópu, stöðu verkalýðshreyfingarinnar í álfunni og fækkun þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningum.

Fjölgun trúnaðarmanna

Starfsmenn Bárunnar hafa undanfarið verið í átaki sem miðar að því að fjölga trúnaðarmönnum á félagssvæðinu og farið á milli vinnustaða og rætt við starfsfólk um gildi trúnaðarmanna á vinnustöðum. Móttökur hafa verið mjög góðar og greinilegt að þörf var orðin á að kynna þetta, ekki síst fyrir yngra fólki.

Trúnaðarmenn stéttarfélaganna eru mikilvægur þáttur í starfi stéttarfélaga og frá trúnaðarmönnum koma oftar en ekki ábendingar um ýmislegt sem snertir kaup og kjör starfsfólks og það ratar oftar en ekki í í kröfugerð fyrir kjarasamninga. Einnig er það greinilegt að þar sem eru virkir trúnaðarmenn er allajafna minna um ágreining sem berst til skrifstofunnar enda auðveldara að leysa málin inni á vinnustaðnum. Trúnaðarmönnum standa til boða ýmis námskeið og félagið passar upp á að koma á framfæri upplýsingum til félagsmanna gegnum trúnaðarmannakerfi sitt.

Í kjölfar þessa átaks hefur trúnaðarmönnum fjölgað og fleiri vinnustaðir eru í farvatninu.

Við hjá Bárunni þökkum fyrir móttökurnar og bjóðum þá trúnaðarmenn sem komnir eru velkomna í stækkandi hóp hjá öflugu stéttarfélagi um leið og við hvetjum til þess að starfsmenn þar sem ekki eru trúnaðarmenn, að ræða þetta sín á milli og hafa samband við félagið ef áhugi er til staðar.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir 

Formaður Bárunnar Stéttarfélags 

Drífa Snædal ávarpaði þing ETUC

Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði í dag þing ETUC (Evrópusamband verkalýðsfélaga) sem haldið er í Lissabon í Portúgal. Hún gerði endurreisnina eftir Covid faraldurinn að umtalsefni í ræðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. Önnur umræðuefni á þinginu hafa snúist um lágmarkslaun í Evrópu, stöðu verkalýðshreyfingarinnar í álfunni og fækkun þeirra sem taka laun samkvæmt kjarasamningum.

Ávarp Drífu Snædal á þingi ETUC:

Kæru félagar

Síðustu ár hafa einkennst af lágum vöxtum í sögulegu samhengi en einnig af sívaxandi ójöfnuði sem hefur leitt til enn frekari samþjöppunar auðs. Kapítalistarnir eru því með vasa fulla af peningum og í stöðugri leit að nýjum tækifærum til að ávaxta fé sitt. Og hvert skyldu peningaöflin leita núna?  Í innviði hvers lands, verðmætin sem eru í eigu launafólks og almennings. Nú er ekki eingöngu eftirsóknarvert að fjárfesta í vegum og fasteignum, heldur  einnig í þeim félagslegu innviðum sem halda samfélögum okkar saman: Í sjúkrahúsum, orkufyrirtækjum, félagslegu húsnæði, öldrunarþjónustu, umönnun, o.s.frv. Fjárfestar leita sífellt nýrra leiða til að draga sér fé úr sameiginlegum sjóðum okkar. Hagnaðurinn verður til á bökum launafólks sem fær minna greitt fyrir vinnu sína og verri starfsaðstæður, á kostnað þeirra sem þurfa þjónustuna og þvert á hagsmuni opinberra sjóða. Við höfnum þessari þróun og hyggjumst áfram berjast gegn henni. 

Kapítalistar hafa alltaf notfært sér kreppur og það er núna, þegar við nálgumst vonandi upphafið á enda kórónuveirukreppunnar, sem ákvarðanir eru teknar um hvernig við ætlum að greiða fyrir kreppuna. Krafan um niðurskurð ómar nú á ný en við skulum hafa eitt á hreinu: blóðugur niðurskurður er aldrei efnahagsleg nauðsyn, hann er alltaf pólitísk ákvörðun sem til lengdar er gríðarlega skaðlegur fyrir bæði efnahaginn og samfélagið.

Þar á launafólk bandamenn á ólíklegustu stöðum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti skýrslu í síðustu viku þar sem sjóðurinn varar við miklum niðurskurði, ríki þurfi ekki að keppast við að greiða niður skuldir sem fyrst. Sama tón má heyra hjá OECD og öðrum alþjóðastofnunum. Það versta sem við getum gert núna er að veikja félagslegu kerfin okkar eða draga úr möguleikum ríkja á að styrkja félagsleg kerfi sín. Við drógum þennan lærdóm af kreppunni fyrir 10 árum síðan en það þarf enginn að efast um það að fjármálaöflin eru sterk og alltaf nærri. Stöndum saman og tryggjum afkomu allra, það er ekki bæði gott og rétt heldur einnig best fyrir hagkerfið. Bestu lausnirnar sem gripið var til í heimsfaraldrinum komu frá verkalýðshreyfingunni og sneru að því að tryggja afkomu fólks gegnum erfiða tíma. Þetta hefur haldið hagkerfum okkar gangandi. Við verðum að hafa þolinmæði til að vaxa út úr kreppunni því aðrir valkostir geta verið mjög skaðlegir fyrir launafólk í Evrópu og víðar. 

Við styðjum að fullu baráttu ETUC gegn niðurskurðarstefnu og fyrir aukinni fjárfestingu í félagslegum innviðum. Þannig byggjum við betri framtíð fyrir launafólk.

Ísland á toppnum á heimslista lífeyriskerfa

Ísland hafnar í efsta sæti í alþjóðlegum samanburði bandaríska ráðgjafarfyrirtækisins Mercer og samtakanna CFA Institute á lífeyriskerfum 43 ríkja víða um heim. Á þessum samanburðalista er ekki aðeins fjallað um styrkleika kerfanna heldur einnig bent á veikleika þeirra og hvernig mætti ná enn betri árangri. Þegar lífeyriskerfin í löndunum 43 voru borin saman var einkum horft til þriggja þátta.

  1. Nægjanleiki, þ.e. hvaða lífeyri lífeyrisþegar framtíðarinnar megi vænta?
  2. Sjálfbærni, þ.e. stendur kerfið undir sér óháð lýðfræðilegum eða efnahagslegum sveiflum.
  3. Traust – ríkir traust til kerfisins í samfélaginu.

Þegar mat Mercer og CFA Institute á íslenska kerfinu er skoðað vegur þyngst að lífeyrir almannatrygginga þykir hér tiltölulega ríflegur, samtryggingakerfi lífeyrissjóða með vinnumarkaðstengdri þáttökuskyldu tryggir góðan sparnað og kerfinu er vel stýrt og regluverkið er skýrt.

Mercer og CFA Institute settu íslenska kerfið í 1. sæti yfir nægjanleika, 1. sæti þegar litið var til sjálfbærni og í 7. sæti yfir traust. Eins og fyrr segir varð þetta mat ráðgjafafyrirtækisins og CFA til þess að Ísland lenti í toppsætinu yfir bestu lífeyriskerfin. Í næstu sætum komu hollenska og danska kerfið.

Í skýrslu Mercer og CFA Institute er bent á tækifæri til að gera enn betur á Íslandi. Er það sérstaklega nefnt að bæta megi upplýsingaflæði til ungs fólks sem er að koma inn sem nýir sjóðsfélagar. Það vantar upp á ávinnslu lífeyrisréttinda fyrir foreldra sem eru utan vinnumarkaðar vegna umönnunar barna, ekki sé nægjanlega tekið tillit til áunnina lífeyrisréttinda í eignaskiptum við hjónaskilnað og að það vanti traustari ákvæði í regluverk sem skyldi lífeyrissjóði til að gæta að sjálfbærniþáttum í fjárfestingum. Það eru því augljós sóknarfæri þrátt fyrir glæsilega útkomu í þessari alþjóðlegu samanburðarrannsókn.

Hér má sjá skýrsluna í heild sinni

Minnir á sögu verkalýðshreyfingarinnar í samhengi við atburði síðustu vikna

Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands skrifar:

Síðustu dagar hafa verið undarlegir fyrir þá sem starfa í verkalýðshreyfingunni. Formaður og framkvæmdastjóri eins stærsta félags í ASÍ, stærsta félags í SGS sem er landssamband almennra félaga verkafólks, hafa sagt af sér. Þau bera starfsfólk félagsins þungum sökum, tala og skrifa um ofbeldismenningu, mannorðsmorð og þeim hafi verið haldið í gíslingu. Starfsmenn félagsins sem flestir eru ráðnir af þessum stjórnendum kvarta undan mjög slæmum vinnuanda á skrifstofunni og lýsingar þeirra eru miður fagrar. Óskir starfsmanna um úrbætur eru hunsaðar og stjórnarmanni sem vill vita hvað er að gerast á vinnustaðnum, sem telur nærri 60 manns, er neitað um upplýsingar og honum úthúðað af forystufólkinu, sakaður um annarlegar hvatir.

Ég hóf störf á skrifstofu Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði 1. september 1979 og hafði þá verið trúnaðarmaður á vinnustað í nokkur ár. Seinna varð ég svo stjórnarmaður í því félagi og síðar formaður, áður en ég fluttist á Vesturlandið og varð formaður og framkvæmdastóri Stéttarfélags Vesturlands. Þessu til viðbótar er ég sérlegur áhugamaður um sögu íslenskrar verkalýðshreyfingar.

Seigla er gott veganesti í þessu starfi.

Á þessum liðlega 40 árum sem liðin eru frá því að ég gerðist verkamaður í þessum víngarði, hef ég kynnst mörgu frábæru fólki. Eins og gengur líka öðrum minna frábærum. Sumir þeir einstaklingar sem mér leist ekkert sérstaklega vel á í upphafi hafa orðið mínir bestu félagar og samstarfsmenn þegar fram liðu stundir. Á sama hátt hefur nánari viðkynning leitt í ljós að oft fellur á glansmyndirnar. Svona er bara lífið og lítið við því að gera, annað en að halda sínu striki og temja sér umburðarlyndi. Samstarfsfólkið er allskonar og formaður í stéttarfélagi þarf að taka á móti hverju vandamáli með því hugarfari að það sé verkefni til að leysa, svo eru það kverúlantarnir sem gefa lífinu lit og maður þarf að láta sér þykja vænt um þá og draga bara djúpt andann. Þegar um samskipti milli stéttarfélaga er að ræða verður maður að temja sér að vinna með því fólki sem valið er til starfa hjá viðkomandi félagi, hvort sem manni líkar eða líkar ekki við persónuna. Þá reynir eimitt á umburðarlyndið.

Í ársbyrjun 2018 tilkynnti formaður Eflingar að hann gæfi ekki kost á sér til starfa fyrir félagið lengur. Hann hafði verið formaður félagsins í 20 ár og átti langan starfsferil hjá gömlu Dagsbrún áður en Efling varð til. Fram á sjónarsviðið kom kona sem vann stórsigur í kosningu til formanns Eflingar. Sá sem boðinn var fram af lista trúnaðarráðs félagsins átti ekki roð í hana. Ekki fór fram hjá neinum að þarna var á ferðinni róttækur einstaklingur, talaði tæpitungulaust um auðvaldið, viðbjóðslega kapítalista sem arðrændu vinnuaflið. Ekki síst konur í ummönnunar- og þjónustustörfum. Hnefinn var á lofti og nú skyldi látið sverfa til stáls.

Ef satt skal segja þekkti ég málfarið, hafði verið í leshring með Ara Trausta, lært um Marx og Engels, kíkt á kommúninsta ávarpið og fleira í þeim dúr, svona þegar ég var í kring um fermingu. Eins hafði ég heyrt af afa mínum Hjálmari í skúrnum, sem var verkakarl á Siglufirði á árunum um og eftir kreppuna miklu, hann talaði með þessum hætti og eru nokkrar tilvitnanir í hann í fundargerðum Verkamannafélagsins Þróttar, þar var ekki skafið af hlutunum.

Nýr formaður Eflingar gerði skurk á skrifstofu félagsins, losaði sig við fólk sem hafði áratuga reynslu af störfum stéttarfélaga, tilkynnti að hún ætlaði að breyta kjarabaráttu Eflingar í alþjóðlega baráttu gegn auðvaldi og kapítalima sem hefði það að aðalstarfi að arðræna vinnuaflið, verkalýðinn.

Bæði fráfarandi formaður Eflingar og framkvæmdastjóri hafa talað af lítilsvirðingu um forvera sína, allt sem þau hafa sagt um störf Eflingar á liðnum árum og áratugum er að mínu mati byggt á vanþekkingu og hroka. Þau eru reyndar ekki ein um að nota þennan talsmáta, fleiri forkólfar halda að verkalýðsbaráttan hafi hafist við tilkomu þeirra sem bjargvætta inn í hreyfinguna.

Forystumenn stéttarfélaga hafa misjafnan stíl, sumir hafa hátt, fara mikinn í fjölmiðlum og þurfa að lýsa skoðunum sínum á hinum ólíklegustu málum. Þessar vinnuaðferðir eru ekki endilega þær sem skila mestum og bestum árangri fyrir félagsmenn viðkomandi félaga. Margur vinnur verk sín í hljóði og kemur mörgu góðu til leiðar án þess að nærast á stórkallalegum komenntakerfum. Þessir einstaklingar sem þannig vinna eru ekki að sækjast eftir persónudýrkun. En trúið mér maður verður ekki sósíalisti á því að láta sér vaxa skegg og klæðast gallajakka. Á sama hátt vinnast ekki endilega stærstu sigrarnir með steyttum hnefum.

Auk þess að hafa atað forvera sína auri hefur tvíeykinu tekist að tala um starfsfólk Eflingar á þann hátt sem ég hef á langri ævi aldrei heyrt viðbjóðlegan kapítalista tala um starfsfólk sitt. Þetta starfsfólk Eflingar hafa þau tvö að mestu ráðið til starfa. Lýsingar á græðgi, vanrækslu, sjálftöku, gíslatöku og öðrum níðingsskap við fórnarlömbin, formanninn og framkvæmdastjórann. Þarna er eitthvað sem ekki passar, þau tóku við u.þ.b. 40 manna starfshópi sem þau hafa að mestu skipt út og ráðið ca 20 í viðbót. Mér er orða vant í þessu máli.

Það sorglegasta við þetta allt saman er að ég held að þessi svokallaða róttæka forysta hafi vakið upp miklar og óraunhæfar vonir um betri tíð með blóm í haga. Tími Gúttóslaganna er liðinn. Öskukarlinn afi minn lifði þann tíma, fæddur 1877og dó 59. Allt frá tíma þjóðarsáttarinnar 1990, hefur kaupmáttur verkafólks vaxið, ekki jafnt og þétt heldur nokkuð skrikkjótt, að mestu vegna íslensku krónunnar, sem stjórnvöld hafa notað sem sveiflujöfnun. Vöxturinn er ekki alltaf í samræmi við fjölda þeirra aura sem í umslagið hafa komið.

Ef gögn hagdeildar ASÍ eru skoðuð þá sér maður að ennþá er kjarasamningurinn frá 2015, að gefa meiri kaupmátt en margumtalaður Lífskjarasamningur frá 2019. Vissulega eru á því margar skýringar s.s. að allt féll með efnahagsumhverfinu á árunum 2015-2018, en hvert áfallið á eftir öðru hefur dunið yfir frá 2019 og enn sjáum við ekki fyrir endann á Covid.

Ég vil enda þessa hugleiðingu mína á því að óska nýjum formanni Eflingar velfarnaðar í hennar störfum. Það hlýtur að vera gríðarleg áskorun fyrir hana að taka við keflinu. Eitt er að hafa kjarkinn, viljann og getuna, annað er að þurfa að púsla saman vinnustaðum sem augljóslega er í sárum. Næsta verkefni er svo að hella sér í undirbúning kjarabaráttunnar vegna samningana sem lausir eru næsta haust. Til þess þarf mörg samtöl og marga fundi og formaðurinn talar ekki íslensku. Allir þeir sem fundað hafa með túlk, vita hvað það verður miklu tímafrekara og erfiðara.

Fráfarandi formaður Eflingar segir að starfsmennirnir hafi ekki skilið að hún hafi viljað laga félagið að öllum þeim erlendu félagsmönnum sem eiga aðild að félginu en ekki öfugt. Ég veit ekki frá hvað mörgum löndum félagsmenn Eflingar koma en í Stéttarfélag Vesturlands, sem telur rúmlega 1000 greiðandi félagsmenn eru þjóðernin milli 30 og 40. Íslendingar eru 63%, pólverjar eru 18% og fólk með önnur ríkisföng eru 19%. Við reynum að þjónusta alla okkar félagsmenn vel og höfum ekki gert tilraunir til að skilja á milli þjóðerna. Það væri að æra óstöðugan að reyna annað.

Hverjum gagnast þetta ástand í einu stærsta stéttarfélagi landsins?

Höfundur er formaður Stéttarfélags Vesturlands.

Pistill framkvæmdastjóra SGS

Hugsjónafólk í starfi

Undanfarin tæplega 3 ár hef ég verið svo gæfusamur að starfa hjá Starfsgreinasambandinu. Á þeim tíma hefur verið gengið frá aðalkjarasamningi á almennum vinnumarkaði, kjarasamning við Ríkið og samtök sveitarfélaga og sérkjarasamningum. SGS hefur einnig haldið þing sitt á þessum árum, fræðsludaga starfsfólks og fleira svo fátt eitt sé nefnt af verkefnunum.

Í þessu starfi hef ég átt mikil samskipti og samstarf við starfsfólk aðildarfélaga SGS um land allt, en hjá félögunum 19 starfa að jafnaði 80 til 100 manns ef allt er talið. Mín reynsla af þessu fólki er að það brennur fyrir starfi sínu og baráttumálum hreyfingarinnar. Þetta fólk er í daglegum samskiptum við félagsmenn, hvort það er á skrifstofum félagsins, í eftirlitsferðum á vinnustöðum eða bara í sundi, hvert í sinni heimabyggð. Þau leggja sig fram um að aðstoða og liðsinna okkar félagsmönnum, hjálpa þeim að sækja rétt sinn og verja kjör þeirra og aðbúnað.

Verkalýðshreyfingin á Íslandi er stórt og kraftmikið afl sem starfar í þágu launafólks. Það er auðvelt að missa sjónar á því, en hreyfingin varð það alls ekki sjálfkrafa. Um það ber rúmlega aldargömul saga um átök og baráttu ríkulegt vitni. Það er gott og heilbrigt að það sé í gangi lífleg umræða um starfið í verkalýðshreyfingunni, stefnu hennar og starfshætti. Hún er lifandi hreyfing sem á að vera óhrædd við að ræða leiðir til að efla og bæta lífskjör í landinu. Um það eiga forystu- og félagsmenn að takast á um á félagslegum vettvangi.

Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.

Skrifstofur aðilarfélaga SGS eru mannaðar af fólki sem leggur sig fram um að þjónusta sína félagsmenn af kostgæfni og gæta þeirra réttinda, alla daga, allt árið um kring. Sú þjónusta er eitt þeim hlutverkum sem félagsmenn kunna best að meta og sækja mikið í. Við eigum að tala þessa þjónustu upp, vekja á henni athygli og hvetja fólk til að sækja það sem þau þurfa til sinna félaga og taka þátt í starfi þeirra.

Flosi Eiríksson