Við vinnum fyrir þig

Translate to

Bónus oftast með lægsta verðið

Bónus Korputorgi var oftast með lægsta verðið eða í 44 tilvikum af 90 og þar á eftir kom Víðir Skeifunni með lægsta verðið í 14 tilvikum. Iceland Engihjalla var oftast með hæsta verðið eða í 40 tilvikum og Hagkaup Skeifunni þar á eftir með hæsta verð í 13 tilvikum.

Flestar vörutegundir sem verðlagseftirlit ASÍ skoðaði í könnun sinni í matvöruverslunum þann 5. september sl. fengust í Bónus Korputorgi eða 86 af 90 og í Fjarðarkaupum átti 85 vörutegundir af 90. Fæstar vörur í könnuninni fengust í Costco eða 24 af 90.

Read more „Bónus oftast með lægsta verðið“

Ónýtt vaxtabótakerfi

Húsnæðisöryggi er ein af grunnstoðum velferðar. Velferðarsamfélög leggja því mikið upp úr því að nýta hluta af sameiginlegum sjóðum til að lækka húsnæðiskostnað einstaklinga og fjölskyldna. Vaxtabótakerfið hefur gegnt veigamiklu hlutverki við að tryggja húsnæðisöryggi landsmanna og ASÍ fylgist því náið með þróun kerfisins. Í kjarasamningum 2008 náðist góður árangur til eflingar vaxtabótakerfisins en síðustu ár hefur sigið mjög á ógæfuhliðina og sífellt færri eiga rétt á stuðningnum þrátt fyrir hækkun húsnæðisverðs. Fólk sem er að koma inn á húsnæðismarkaðinn hefur því þurft að skuldsetja sig meira en vaxtabótakerfið hefur ekki fylgt þeirri þróun og gerir ekki ráð fyrir hærra húsnæðisverði og hærri vaxtagjöldum. Laun hafa hækkað en á sama tíma hafa skerðingar vegna tekna aukist í vaxtabótakerfinu og vaxtabæturnar sjálfar hafa ekki fylgt launaþróun heldur staðið í stað. Þess vegna hefur skattbyrði aukist hjá fólki í þessari stöðu, sem oftar en ekki eru ungar barnafjölskyldur.

Read more „Ónýtt vaxtabótakerfi“

Lægsta verðið á notuðum námsbókum hjá A4

 A4 í Skeifunni var oftast með lægsta verðið og Penninn-Eymundsson í Kringlunni oftast með hæsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á 26 algengum notuðum námsbókum fyrir framhaldsskóla. Könnunin var gerð fimmtudaginn 10. ágúst. Misjafnt var hversu margir þeirra titla sem skoðaðir voru fengust í verslununum. Í A4 Skeifunni fengust allir 26 titlarnir, 25 fengust hjá Heimkaup.is en Penninn-Eymundsson átti fæsta eða 16.

Read more „Lægsta verðið á notuðum námsbókum hjá A4“

Myndband um starfsendurhæfingarferilinn

Sérfræðingar VIRK hafa unnið stutt myndband með auglýsingastofunni PIPAR með það að markmiði að skýra starfsendurhæfingarferilinn, hvernig hann snýr að einstaklingnum sem nýtir sér þjónustuna.

Mjög fjölbreyttur hópur leitar til VIRK og leitast er við að veita hverjum þeirra starfsendurhæfingarþjónustu við hæfi. Í myndbandinu er tveimur ímynduðum notendum þjónustunnar, þeim Sigmari og Ástríði, fylgt eftir frá því að þau hverfa af vinnumarkaði og þar til þau snúa aftur til vinnu. Þetta eru ekki dæmi um flóknustu tilfellin sem VIRK hefur tekist á við, en ekki heldur þau auðveldustu.

Read more „Myndband um starfsendurhæfingarferilinn“

Vaktavinna í ferðaþjónustu – mikilvæg atriði

Í ferðaþjónustu hér á landi er algengt að starfsfólk sé ráðið samkvæmt vaktavinnufyrirkomulagi. Þegar slíkt er gert þarf að sjálfögðu að fylgja ákvæðum gildandi kjarasamnings, þ.e. samningi Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins um störf í ferðaþjónustu (veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaði, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæða starfsemi). Í samningnum er m.a. að finna ákvæði um kaup, orlof, vinnutíma og síðast en ekki síst vaktavinnu. Starfsgreinasambandið vill brýna fyrir sínum félagsmönnum að kynna sér vel ákvæði samningsins og vera meðvituð um sín réttindi og skyldur.

Read more „Vaktavinna í ferðaþjónustu – mikilvæg atriði“

Launataxtar í Vinnuskólanum !

Hér má sjá launataxta ungmenna í Vinnuskólanum frá 30 Vinnuskólum / Sveitarfélögum !

Það er ýmislegt sem vekur athygli í þessari samantekt og þá einna helst munurinn á milli lægsta og hæsta taxta í hverjum árgangi fyrir sig. Hjá 13 ára ungmennum er hann 132.3%, hjá 14 ára 83.48%, hjá 15 ára 78.95%, hjá 16 ára er hann 99.8% og hjá 17 ára ungmennum er munurinn á milli lægsta og hæsta taxta 12.75%.

Útilegukortið, Veiðikortið og miðar í Hvalfjarðagöngin

Minnum á að Útilegukortið, Veiðikortið og miða í Hvalfjarðagöngin er hægt að versla hjá okkur á skrifstofu stéttarfélaganna að Austurvegi 56.

Fyrir meðlimi Bárunnar er verðið :

Útilegukortið kostar 8.000 kr. Fullt verð á síðu Útilegukortsins er 18.900.
Stakur miði í Hvalfjarðargöngin er á 635 kr, fullt verð á þeim er 1.000 kr stk, í miðasölu þeirra.
Veiðikortið er á 5.500 en fullt verið á því er 6.900.

Njótum sumarsins !! 🙂

Vel heppnaður aðalfundur

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags var haldinn í gærkvöldi.  Á dagskrá fundarins voru venjuleg aðalfundarstörf. Skýrsla formanns, ársreikningar félagsins og stjórnarkjör voru þar meðal annars.  Eins og undanfarin ár er staða félagsins mjög sterk þegar kemur að rekstri félagsins og töluverður hagnaður. Samþykkt var að færa 20% af restrarhagnaði félagssjóðs í vinnudeilusjóð.

Read more „Vel heppnaður aðalfundur“