Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins krefjast jafnræðis gagnvart veiku fólki

Stéttarfélögum út um allt land hefur borist beiðni frá Landspítalanum um að nýta orlofsíbúðir félaganna þegar þörf er á að kyrrsetja þungaðar konur/foreldra utan af landi í Reykjavík vegna veikinda. Stéttarfélög hafa byggt upp orlofsíbúðir af miklum metnaði síðustu áratugi fyrir félagsfólk sitt til að auka lífsgæði þeirra og gera fólki kleift að ferðast um landið.

Read more „Aðildarfélög Starfsgreinasambandsins krefjast jafnræðis gagnvart veiku fólki“

Báran, stéttarfélag kallar eftir fjárhagslegu sjálfstæði fyrir alla

Báran, stéttarfélag fagnar skilningi kjararáðs á kjörum ráðamanna þjóðarinnar og þeirra hækkana sem ráðið telur eðlilegt að greiða eigi til þess að efla fjárhagslegt sjálfstæði viðkomandi aðila. Þessi skilningur er í fullu samræmi við baráttu stéttarfélaganna um jöfnun lífskjara.

Read more „Báran, stéttarfélag kallar eftir fjárhagslegu sjálfstæði fyrir alla“

Niðurstaða atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall

Kosningu um ótímabundið verkfall hjá sjómönnum sem starfa á kjarasamningi milli SSÍ og SFS lauk kl. 12:00 á hádegi þann 17. október. 17 af 18 aðildarfélögum  SSÍ samþykktu að hefja verkfall á fiskiskipaflotanum kl. 23:00 þann 10. nóvember næstkomandi hafi samningar milli SSÍ og SFS ekki náðst fyrir þann tíma.

Read more „Niðurstaða atkvæðagreiðslu um ótímabundið verkfall“