Við vinnum fyrir þig

Translate to

Verkfall hefst næsta fimmtudag kl. 12 á hádegi

Báran, ásamt 15 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins, mun hefja verkallsaðgerðir kl. 12 á hádegi næsta fimmtudag. Þá munu um 10.000 manns leggja niður störf víðs vegar um landið. Margar fyrirspurnir hafa borist um skipulag aðgerðanna. Á heimasíðu SGS er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um verkfallið.

Hvenær verður verkfall:

Allsherjarvinnustöðvun frá klukkan12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.

6. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).

7. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).

19. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).

20. maí 2015

Allsherjarvinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).

26. maí 2015

Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.

Hverjir fara í verkfall?

Allir félagar sem starfa á félagssvæði Bárunnar, taka laun samkvæmt kjarasamningum SGS og SA og falla ekki undir sérkjarasamninga eru bundnir af niðurstöðu verkfalls. Ef þú ert í vafa hvort þú átt að taka þátt í atkvæðagreiðslu og hugsanlegum verkfallsaðgerðum hafðu þá endilega samband Báruna, stéttarfélag eða Starfsgreinasambandið.

Undanskyldir eru starfsmenn sem starfa eftir:

Kjarasamningi Bárunnar og fjármálaráðherra fh. ríkisjóðs (starfsmenn ríkisstofnana)

Kjarasamningi Bárunnar og Launanefndar sveitarfélaga (starfsmenn sveitarfélaga)

Kjarasamningi Bárunnar og Bændasamtakana (landbúnaðarverkamenn)

Kjarasamningi Bárunnar og Landssambands smábátaeigenda

Kjarasamningi Bárunnar og Landsvirkjunar

Kjarasamningi Bárunnar og Sólheima ses

Kjarasamningi Bárunnar og Kumbaravogs

1. maí á Selfossi

Það verður mikið um að vera á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi föstudaginn 1. maí 2015 á degi verkalýðsins.  Dagskrá dagsins hefst kl. 11:00 en þá verður lagt af stað í kröfugöngu frá húsi stéttarfélaganna við Austurveg 56 og gengið að Hótel Selfossi þar sem hátíðardagskráin verður haldin.

Lúðrasveit Selfoss spilar í kröfugöngunni en það verða félagar í hestamannafélaginu Sleipni sem fara fyrir göngunni.  Ræður dagsins í hótelinu flytja þær Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og Halldóra Magnúsdóttir, formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurlands.  Lína Langsokkur mun mæta úr Borgarleikhúsinu og skemmta, auk þess sem Öðlingarnar munu flytja nokkur lög en það eru nokkrir félagar úr Karlakór Rangæinga.  Blöðrur verða fyrir börnin og félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfossi sýna bíla sína á planinu við Hótel Selfoss. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni munu teyma undir börnin bakvið hótelið. Stéttarfélögin munu bjóða upp á glæsilegar kaffiveitingar, auk sérstaks smáréttahlaðborðs fyrir börnin. Kynnir dagsins verður Pamela Morrison, varaformaður FOSS.  Það er  Báran, VMS, FIT, Foss og Félag eldri borgara á Selfossi sem standa að hátíðarhöldum dagsins. Félögin hvetja alla sem vettlingi geta valdið að taka þátt í deginum og sýna þannig samstöðu með því að berjast fyrir bættum lífskjörum í landinu.

P1000732P1000668P1000664


 

 

Skýr skilaboð frá félagsmönnum

Nú er rafrænni kosningu um heimild til verkfallsboðunar lokið.  Kosningunni lauk á miðnætti þann 20. apríl. Góð þátttaka var um allt land hjá þessum 16 félögum og hefur rafræn kosning sannað gildi sitt meðal okkar félagsmanna. Gaman að segja frá því að  Báran, stéttarfélag var fyrsta félagið sem var með rafræna kosningu innan Starfsgreinasambands Íslands í síðustu kjarasamningum.

Það er ljóst að krafan um 300 þúsund lágmarkslaun fyrir fulla vinnu innan þriggja ára nýtur mikils stuðnings í þjóðfélaginu. Fólkið okkar er að segja að það lifi ekki á þessum launum og krafa grasrótarinnar er alveg skýr og sanngjörn. Krafan endurspeglar þá hógværð sem einkennir almenning þessa lands. Það rúmast enginn munaður innan þessara launa og launamönnum er misboðið það skilningsleysi sem viðgengst. Félagsmenn vilja sjá breytingu og ef það eru verkföll sem þarf til verður svo að vera. Samstaðan er það sem þarf nú sem aldrei fyrr.

Atvinnurekendur á Suðurlandi hafi mikið verið í sambandi við félagið og viðrað hugmyndir um sérsamninga og í ljósi þess  þykir furðu sæta að Samtök atvinnulífsins hafa vægast sagt sýnt þessari grafalvarlegu stöðu algjört skilningsleysi og hafa enga tilburði sýnt til samningsvilja.

Eins og staðan er núna eru verkföll framundan og fyrsti dagurinn verður þann 30. apríl nk. Á skrifstofu félagsins verða allar upplýsingar um framhaldið. Fyrir hönd Bárunnar, stéttarfélags vil ég þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í baráttunni. Baráttukveðjur til okkar allra, samstaðan er beittasta vopnið.

Með vinsemd og virðingu

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir.

Verkfallaðgerðir samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta

Niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Bárunnar um aðgerðir vegna kjarasamninganna.

Þetta er mjög afgerandi og skýr skilaboð til okkar allra. Kjörsóknin í almenna samningnum var 45,72% og 90,24% sögðu já við verkfallaðgerðum.

Kjörsókn vegna þjónustusamningsins (hótel og gistihúsasamningnum) var tæp 25%. Mikill meirihluti samþykkti verkfallaðgerði eða 85,5%.

Fyrsta vinnustöðvunin skellur á fimmtudaginn 30.apríl nk. frá klukkan tólf hádegi til klukkan 24 á miðnætti.

Þar næst verður vinnustöðvun 6-7 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis

Aftur verður vinna stöðvuð 19-20 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis

Á miðnætti 26.maí tekur síðan við ótímabundin vinnustöðvun.

Svipaðar féttir berast frá öðrum félögum og greinilegt að mikil samstaða ríkir meðal félaga starfsgreinasambandsins, þ.e. þeirra 16 aðildarfélaga sem hafa sameinast um kröfugerðina.

KOSNINGU LÝKUR Í KVÖLD

Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Báran, stéttarfélag hvetur alla sem eiga eftir að greiða atkvæði til að gera það hið fyrsta því aðeins þannig má hafa áhrif. Valdið er í höndum félagsmannanna sjálfra!

Átt þú eftir að kjósa?

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall og mikilvægt að félagsmenn nýti sér atkvæðaréttinn.  Ef einhver telur sig eiga að vera á kjörskrá en hefur ekki fengið send gögn er hægt að kæra sig inn. Viðkomandi þarf að senda tölvupóst á baran@baran.is eða hafa samband við skrifstofu félagsins á mánudag milli klukkan 8 og 16.New Picture (7)

Viðtal við formann Bárunnar

Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar mætti í viðtal í Útvarp Suðurlands og ræddi verkfallsaðgerðir og það sem framundan er hjá félaginu.  Fram kom að mikill baráttuhugur er hjá félagsmönnum og gæti orðið hörð átök framundan.

 

Góð þáttaka mikilvæg!

Ég kaus

Félög starfsgreinasambandsins leggja mikla áherslu á að þáttaka í atkvæðagreiðslu um aðgerðir verði sem mest og enduspegli þá gríðarlegu samstöðu sem ríkir í samfélaginu um hækkun lægstu launa.

Nýjustu fréttir gefa ekki tilefni til annars en að sýna gallharða afstöðu og gefa engann afslátt af þessari sjálfsögðu kröfu.

Sýnum samstöðuna í verki og kjósum!

Annað myndband, áminning um að kjósa!

Hér kemur áminning um að kjósa í atkvæðagreiðslunni. Það er mikilvægt að fá sem mesta þátttöku í þessari lotu. Meðan atvinnurekendur móast við að setjast niður með okkur og finna ásættanlega lausn þá er ekkert annað í stöðunni en að boða vinnustöðvun til að þrýsta á um viðræður. Þetta skilningsleysi og þessi lítilsverðing forsvarsmanna atvinnulífsins er á góðri leið með að valda miklum skaða og rétt að leggja ábyrgðina þar sem hún á heima.