Við vinnum fyrir þig

Translate to

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags verður haldinn mánudagskvöldið 5. maí nk. í
húsakynnum félagsins að Austurvegi 56, 3. hæð, Sefossi.  Fundurinn hefst kl. 19:00.

Dagskrá 
 1. Venjuleg aðalfundarstörf 
 2. Breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs 
 3. Önnur mál 

Boðið verður upp á veitingar. Aðalfundargestir  taka þátt í happdrætti. Þegar hefðbundnum
aðalfundarstörfum lýkur ætlar Sólmundur Hólm  Sólmundarson útvarpsmaður og eftirherma að skemmta aðalfundargestum.
Stjórn Bárunnar, stéttarfélags

Ríkissamningurinn samþykktur

Talin hafa verið atkvæði vegna samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi við fjármála og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs við  Starfsgreinasambands Íslands. Samkomulagið var undirritað 1. apríl síðastliðinn og félagar greiddu atkvæði um samkomulagið í póstatkvæðagreiðslu. Samningurinn var samþykktur með 71,5% atkvæða en kjörsókn var 30%.

Í samkomulaginu felst launahækkun um að lágmarki 8.000 krónur fyrir fullt starf á mánuði. Greidd verður eingreiðsla við samþykkt samningsins uppá 14.600 krónur og í apríl 2015 greiðist önnur eingreiðsla að upphæð 20.000 krónur miðað við fullt starf. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf eftir 4 mánuði eru 214.000 krónur.

Desemberuppbót verður 73.600 á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 krónur.

Önnur atriði samningsins má kynna sér hérPdf-icon

Námskeiðið Á tímamótum

Báran stéttarfélag býður þeim félagsmönnum sem huga að starfslokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum.

Á námskeiðinu verður  m.a. fjallað um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks við starfslok, þjónustu sveitarfélaga við eldri borgara og hvernig hægt er að nálgast hana, þjónustu Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyris verða kynntar. Þá verður fjallað um hvernig hægt er að undirbúa sig heilsufarslega undir efri árin. Einnig mun félag eldri borgara á Selfossi kynna starfsemi sína

 

Skráning fer fram hjá Fræðslunetinu í síma 560-2030. Námskeiðið er félagsmönnum að kostnaðarlausu.  

Tímasetning: 29. apríl. – 15. maí

Staður: Fjölheimar á Selfossi

Þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 16.50-19.00

Frábært trúnaðarmannanámskeið

Í vikunni var haldið sameiginlegt tveggja daga námskeið fyrir trúnaðarmenn Bárunnar, stéttarfélags, Verslunarmannafélags Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina og Verkalýðsfélags Suðurlands. Námskeiðið var haldið í Fjölheimum á Selfossi. Trúnaðarmannanámið er í sjö þrepum og var verið ljúka síðasta þrepinu. Nokkrir trúnaðarmenn luku þar með öllum þrepunum.

 P1000622

Vel heppnaður fundur trúnaðarmanna

Í gær var haldinn fundur með trúnaðarmönnum og stjórnum Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Markmiðið með fundinum var að gefa trúnaðarmönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Sara Guðjónsdóttir trúnaðarmaður í Leikskólanum Hulduheimum sagði frá reynslu sinni af hlutverki trúnaðarmannsins. Sigurlaug Gröndal stýrði hópaumræðu í kjölfarið þar sem trúnaðarmenn lögðu fram stórgóðar hugmyndir fyrir félögin að vinna úr. Það er mat félaganna að fundurinn hefði heppnast afar vel og vill þakka trúnarmönnum fyrir þeirra framlag.

 

P1000635 P1000636 P1000631 P1000630

Fundur með trúnaðarmönnum Bárunnar

Á morgun miðvikudaginn 9. apríl nk. kl. 16.30 verður haldinn sameiginlegur léttur páskafundur með trúnaðarmönnum Bárunnar, stéttarfélags og Verslunarmannafélags Suðurlands. Markmiðið með fundinum er að gefa trúnaðarmönnum tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum. Fundurinn verður haldinn í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, Austurvegi 56 Selfossi. 

 Trúnaðarmenn sem eru á trúnaðarmannskeiði hjá Fræðslunetinu geta mætt beint eftir námskeiðið.  

 Við hvetjum alla trúnaðarmenn til að mæta, eiga skemmtilega stund og huga að framtíð félaganna.

Dagskrá

  1. Halldóra S. Sveinsdóttir. Setning.
  2. Sara Guðjónsdóttir. Hlutverk trúnaðarmannsins.
  3. Sigurlaug Gröndal. Hópavinna. Trúnaðarmaðurinn og framtíðarsýn.
  4. Gils Einarsson.  Samantekt og fundarslit.

 

 

 

 

 

Punkta söfnun hjá Bárunni vegna sumarbústaða leigu.

♠ Einn punktur safnast í hverjum mánuði þegar greidd eru félagsgjöld óháð launaupphæð,                   

♠  punktar safnast upp með árunum og fyrnast ekki.                                                                                                

♠ Engir punktar eru teknir af félagsmönnum þegar leigður er bústaður að vetri

til.                                                                                                                                                                               

♠ 24 punktar eru teknir yfir páskavikuna.                                                                                                                     

♠ 24 punktar eru teknir frá fyrstu 3 vikurnar í júní og svo aftur vikurnar eftir verslunarmannahelgina til endann ágúst.                                                                                                                       

♠ 36 punktar eru teknir frá síðustu vikuna í júní og fram yfir verslunarmannahelgina til lok ágúst.

Úthlutunar reglur varðandi orlofshúsin.

Sá sem á flesta punkta hverju sinni fær vikuleiguna. 😎

SGS undirritar samkomulag við ríkið

Á níunda tímanum í gærkvöldi (1. apríl 2014) undirritaði Starfsgreinasamband Íslands nýtt samkomulag við ríkið. Um er að ræða samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila m.a. Bárunnar, stéttarfélags og mun fyrri samningur framlengjast frá 1. mars 2014 til 30. apríl 2015. Helstu atriði samkomulagsins eru þau að laun í launaflokki 1-10 hækka um 9.750 krónur en laun í launaflokki 15 og ofar hækka um 2,8%, þó að lágmarki um 8.000 krónur. Einnig var samið um tvær eingreiðslur – annars vegar 14.600 kr. í apríl 2014 og hins vegar 20.000 kr. eingreiðslu í febrúar 2015. Báðar eingreiðslurnar miðast við fullt starf. Þá má nefna að persónuuppbót (desemberuppbót) verður 73.600 kr. á árinu 2014 og orlofsuppbót verður 39.500 kr.

Samkomulagið í heild

 

 

Sumarúthlutun 2014 Orlofshús

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Svignaskarði og á Akureyri til umsókna fyrir sumarið 2014.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk.
Hægt er að sækja um í tölvupósti baran@baran.is eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000.
Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 23. apríl nk.
Öllum umsóknum verður svarað skriflega.
Verð á vikudvöl í bustöðunum er 15.000.-
(Leigutímabil frá föstudegi til föstudags)

Bílaleiga Selfoss býður Ægis tjaldvagna til leigu

Ægis vagn

Vikuleiga: Tjaldvagn 45.000.-*
Fortjald 8.000.-
Aukabúnaður 8.000.-
*sértilboð fyrir félagsmenn Bárunnar 15% afsláttur
af vikuleigu
Nánari upplýsingar og pöntun eru hjá Bílaleigu Selfoss s. 482-4040.

 

 

 

Vegna aðalfundar 2014

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélags hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2012.

Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar.

Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi og á heimasíðu félagsins frá og með mánudeginum 24. mars 2014.

Á aðalfundi Bárunnar 2014 skal kosið um formann, tvo meðstjórnendur og þrjá varamenn.

Einnig er kosið í stjórn sjúkrasjóðs ( 5 aðalmenn og 3 varamenn ) og eftirfarandi nefndir: Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs ( 3 aðalmenn og 2 varamenn ), uppstillingarnefnd ( 3 aðalmenn og 1 varamann ), kjörstjórn ( 2 aðalmenn og 1 varamann ) og um skoðunarmenn reikninga ( 2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn )

Uppstillingarnefnd auglýsir eftir framboðum í stjórnir og nefndir félagsins.

Heimilt er að bjóða fram lista eða einstaklinga í ákveðin sæti og skulu framboð berast upstillingarnefnd í síðasta lagi 15. apríl næst komandi.