Við vinnum fyrir þig

Translate to

Kynning á kjarasamningi sem skrifað var undir 21. desember

Kaupliðir
 

Almenn launahækkun

Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.

 Sérstök hækkun kauptaxta

Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.

 Lágmarkstekjur fyrir fullt starf

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.

 Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót  miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 53.600 (VR/LÍV 60.900).

Orlofsuppbót (1.maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er á árinu 2014 kr. 29.500 (VR/LÍV 22.200).

 Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.

 

Samningurinn í heild sinni

 

Kjarasamningur 21.12.2013

 

Nýji kjarasamningurinn hamfarasamningur

Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær var rætt við Halldóru S. Sveinsdóttur formann Bárunnar, stéttarfélags um nýjan kjarasamning Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Í viðtalinu kom fram að 45% af félagsmönnum  Bárunnar eru á lágmarkstöxtum og skilar samningurinn litlu til þeirra. Ekki er hægt að sætta sig við slíkan samning. Viðtalið er hægt að nálgast hér.  

Yfirlýsing frá Bárunni, stéttarfélagi

Formaður Bárunnar, stéttarfélags Halldóra Sigr. Sveinsdóttir undirritaði ekki kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Ísland sem skrifað var undir þann 21. des. sl. og var eitt þeirra fimm félaga sem ekki undirrituðu samninginn.

Báran, stéttarfélag harmar þá láglaunastefnu sem viðgengst á íslenskum vinnumarkaði. Félagið lýsir yfir miklum vonbrigðum með fyrirliggjandi samning fyrir þá sem lökust hafa kjörin. Algengustu launataxtar eru núna á bilinu 207.814 – 222.030, lágmarkstekjur fyrir fullt starf verður 214.000. Skattabreytingarnar koma þeim tekjuhærri til góða en lágtekuhóparnir bera ekkert úr býtum.

Framganga Samtaka atvinnulífsins í aðdraganda samninganna opinberaði algjört skilningsleysi og virðingarleysi gagnvart þeim sem lægstu kjörin hafa. Eftir þá miklu faglegu vinnu sem fór fram meðal félaganna innan Starfsgreinasambands Íslands hörmum við það tómlæti sem Samtök atvinnulífsins sýndu í kjarasamningsgerðinni og hörmum þá stefnubreytingu sem virðist hafa átt sér stað með nýrri forystu SA og afneitun þeirra á siðferðis- og samfélagslegri ábyrgð.

Krafan um hækkun persónuafsláttar náði ekki fram að ganga og undirstrikar það þá augljósu stefnu nýrrar ríkisstjórnar sem felur í sér aukna misskiptinu á kjörum þegna þessa lands.

Allir þurfa að axla siðferðis-og samfélagslega ábyrgð. Launafólk hefur ekki látið sitt eftir liggja í þeim efnum. Báran, stéttarfélag skorar á viðsemjendur og stjórnvöld að gera slíkt hið sama.

Selfossi 23.12 2013

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður

Opnunartími skrifstofu

Skrifstofa Bárunnar, stéttarfélags verður opin milli jóla og nýárs, föstudaginn 27. og mánudaginn 30. desember, frá kl. 8-16, en lokað verður  fyrir hádegi á aðfangadag og gamlársdag.  Þann 2. janúar á nýju ári verður opnað kl. 8:00.

Báran skrifaði ekki undir kjarasamning

Báran, stéttarfélag skrifaði ekki undir fyrirliggjandi kjarasamning í gær. Samningurinn og samkomulag við ríkistjórnin eykur enn meira en áður á misskiptinguna í samfélaginu. Nánar skýringar verða birtar hér á heimasíðunni á morgun. 

Búið að undirrita kjarasamninga

Kjarasamningurinn sem aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands undirrituðu í kvöld við Samtök atvinnulífsins er svokallaður aðfarasamningur. Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að undirbúa gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og kaupmáttaraukningu til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun nýs árs. Með samningnum er tekin upp sú nýbreytni að gengið er frá sérstakri viðræðuáætlun sem unnið verður eftir með tímasettum markmiðum um framvindu.

Aðildarsamtök ASÍ settu sér það markmið með  nýjum kjarasamningi að auka kaupmátt, hækka lægstu laun umfram önnur laun, tryggja lága verðbólgu og undirbyggja stöðugleika. Þessir kjarasamningar eru mikilvægt skref í þessari stefnumótum, þar sem tekist hefur að tryggja helstu markmiðin. Nýi kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar til 31. desember 2014.

 

Helstu atriði nýs kjarasamnings
 
Kaupliðir
 
Almenn launahækkun
Hinn 1. janúar 2014 skulu laun hækka um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækka um 2,8% á sama tíma.
 
Sérstök hækkun kauptaxta
Í stað áðurgildandi kauptaxta komi nýir sem eru hluti samninga viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ. Launataxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækka sérstaklega um 1.750 kr. Kauptaxtar gilda frá 1. janúar 2014.
 
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf skv. kjarasamningum viðkomandi aðildarsamtaka ASÍ skulu vera kr. 214.000 frá 1. janúar 2014 fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
 
 
Framlög til fræðslu- og starfsmenntasjóða hækka um 0,1%.
 
 
Helstu ávinningar samningsins
 
– Almenn launahækkun.
 
– Sérstök áhersla á hækkun lægstu launa.
 
– Aukið fjármagn og kraftur settur í starfsmenntamál.
 
– Efri mörk í lægsta þrepi tekjuskatts hækka úr 256.000 kr. í 290.000 kr. Skatthlutfall í miðþrepi lækkar úr 25,8% í 25,3%.
 
– Stærstu sveitarfélög landsins hafa tekið áskorun verkalýðshreyfingarinnar og hækka ekki gjaldskrár sínar um áramót.
 
– Gjaldskrárhækkanir ríkisins verða ekki meiri en 2,5% á ári, ríkisstjórnin mun endurskoða breytingar á gjöldum sem þegar hafa verið samþykktar.
 
– Unnið verði að því að við framkvæmd kjarasamninga verði miðað við umfrang umsaminna launahækkana ásamt samningsbundnum starfsaldurshækkunum og starfsþróunar þannig að hún samrýmist verðbólgumarkmiðum Seðlabanka Íslands.
 
– Ráðist verður í markvissar aðgerðir til stuðnings kaupmætti.
 
– Samstilltar aðgerðir samningsaðila til að halda verðbólgu innan 2,5% markmiðs Seðlabanka Íslands.
 
 
Kjarasamning aðildarsamtaka ASÍ og SA má lesa í heild sinni hér.
 
Yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna má sjá hér. Beðist er velvirðingar á að síða 2 kemur á undan síðu 1.
 
Tekið af heimasíðu ASÍ.

 

Mikill verðmunur á jólamatvöru

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamatvöru í 9 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri sl. mánudag. Kannað var verð á 89 matvörum sem eru mikið keyptar fyrir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 48 tilvikum af 89 og Krónan í 13. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 45 tilvikum af 89 og Nóatún í 16.

Mestur verðmunur í könnuninni reyndist á Oskar andarkrafti sem var dýrastur á 534 kr. hjá Iceland en ódýrastur á 279 kr. hjá Bónus, verðmunurinn er 255 kr. eða 91%. Mikill verðmunur var einnig á Þykkvabæjar forsoðnum skyndikartöflum 2*500 gr. voru þær dýrastar á 619 kr. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrastar á 459 kr. hjá Bónus, verðmunurinn 160 kr. eða 35%.

Minnstur verðmunur reyndist vera á MS ¼ l af rjóma sem var dýrastur á 239 kr. hjá Víði en ódýrastur á 228 kr. hjá Nettó sem er 5% verðmunur. Það var einnig 5% verðmunur á Mjólku mangó/ástaraldinskyrtertu 600 gr. sem var dýrust á 1.154 kr. hjá Samkaupum–Úrvali en ódýrust á 1.098 kr. hjá Krónunni og Iceland. Benda má á að verðmunur á mjólkurvörum fór aldrei yfir 30% af þeim vörutegundum sem skoðaðar voru.

Af öðrum vörum má t.d. nefna að mikill verðmunur var á 135 gr. konfektkassa frá Nóa sem var ódýrastur á 798 kr. hjá Bónus en dýrastur á 1.089 kr. hjá Nóatúni sem gerir 36% verðmun. Einnig var mikill verðmunur á Ora jólasíld 630 gr. sem var ódýrust á 748 kr./st. hjá Hagkaupum en dýrust á 998 kr./st. hjá Iceland sem er 33% verðmunur. KEA úrbeinað hangilæri var ódýrast á 3.195 kr./kg. hjá Bónus en dýrast á 3.898 kr./kg. hjá Samkaupum–Úrvali sem er 22% verðmunur.

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu ASÍ

Kannað var verð á 89 matvörum s.s. kjötvörum, mjólkurvörum, kökum, konfekti, drykkjarvörum, grænmeti og ávöxtum. Í könnuninni var skráð niður hilluverð vöru sem er það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur/tilboðsverð af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar og verðbreytingar tíðar. Neytendur ættu því að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Holtagörðum, Krónunni Granda, Nettó Akureyri, Iceland, Víði Skeifunni, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Háaleitisbraut,  Samkaupum – Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni.

Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.

Tekið af heimasíðu ASÍ

Svört atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu áhyggjuefni

Í hádegisfréttum Bylgjunnar sl. sunnudag var birt viðtal við Halldóru S. Sveinsdóttur formann Bárunnar  um svarta atvinnustarfssemi. Þar kom fram að svört atvinnustarfsemi í ferðaþjónustu virðist  sífellt vera að aukast og við því þurfi að bregðast. Niðurstöður úr vinnustaðaeftirliti ASÍ og SA staðfesta þessar upplýsingar.

Viðtalið er hægt að nálgast  í  frétt á vefnum vísir.is

Verðlaun afhent

Þeir félagarnir Þór og Hjalti brugðu undir sig betri fætinum í dag og afhentu verðlaun fyrir þáttöku í vali á fyrirtæki ársins sem Báran og verslunarmannafélagið stóðu fyrir í síðasta mánuði.

Eins og kunnugt er þá var það Kjörís í Hveragerði sem hlaum sæmdarheitið fyrirtæki ársins 2013.

 Vinningshafarnir voru þau Sigrún Ína Ásbergsdóttir hjá Fjöruborðinu á Stokkseyri og Hallgrímur Óskarsson hjá Lögmönnum Suðurlands á Selfossi og hlutu þau veglegar matarkörfur frá Sláturfélagi Suðurlands. Þau voru að vonum ánægð með verðlaunin.

Hér fyrir neðan má sjá vinningshafa taka við verðlaununum úr hendi Hjalta Tómassonar, starfsmanns Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna.

 Hallgrímur og Hjalti Sigrún Ína og Hjalti 

Eljan er komin út

Eljan kom út í vikunni og í þessu síðasta tölublaði ársins er víða komið við. Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunnar fer yfir stöðu kjaraviðræðna. Í blaðinu eru einnig tvær sólskinsögur frá Vinnumálastofnum um góðan árangur af vinnumarkaðsúrræðum. Gils Einarsson tók saman stutt ágrip af sögu ylræktar í uppsveitum Árnessýslu. Í desember ber atvinnurekendum að greiða desemberuppbót. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í blaðinu hægra megin á heimasíðunni.