Við vinnum fyrir þig

Translate to

Baráttusamkoma í Sjónvarpinu 1. maí

Annað árið í röð og í annað skiptið síðan 1923 getur íslenskt launafólk ekki safnast saman á 1. maí til að leggja áherslu á kröfur sínar. Líkt og í fyrra er brugðist við þessari stöðu með útsendingu frá sérstakri skemmti-og baráttusamkomu sem verður sjónvarpað á RÚV að kvöldi 1. maí (kl. 21:00).

https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/frettir/almennar-frettir/barattusamkoma-i-sjonvarpinu-1-mai/

Baráttukveðjur

Til hamingju með baráttudaginn okkar 1. maí. Annað árið í röð falla niður hátíðarhöldin og kröfugöngur sem hefur verið ómissandi þáttur 1. maí með hestamönnum og lúðraþyt. Koma tímar og koma ráð við tökum bara stór skerf á næsta ári.

Read more „Baráttukveðjur“

Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun

Mánaðaryfirlit ASÍ, sviðs stefnumótunar og greiningar í apríl fjallar um þróun húsnæðismarkaðar.

Ekkert lát er á hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og ekki verða greind teikn um að þeirri þróun verði snúið við á næstunni. Þrátt fyrir talsverða hækkun launa hefur verð á húsnæði farið vaxandi umfram tekjuþróun og er nú svo komið að 85 fermetra íbúð kostar um tólfföld árslaun þeirra sem lægstar tekjur hafa borið saman við tíföld árið 2011.

Read more „Meðalíbúðin kostar nú tólfföld lágmarkslaun“

Orðakista ASÍ

Alþýðusamband Íslands hefur gefið út smáforritið Orðakista ASÍ. Um er að ræða orðasafn ætlað trúnaðarmönnum stéttarfélaga og erlendum félagsmönnum, smáforrit (app) sem þýðir orð tengd íslenskum vinnumarkaði. Allt efni er fengið úr kjarasamningum og öðru útgefnu efni sem tengist vinnumarkaði með beinum hætti. Lögð var áhersla á forrit sem væri einfalt og fljótlegt í notkun. Þegar orð er slegið inn birtast allar myndir þess sem finnast í gögnunum, ásamt þýðingu og setningadæmum. Smáforritið er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og IOS en hægt er að sækja það á Google Play Store og App Store Apple.

Read more „Orðakista ASÍ“

Listi uppstillingarnefndar

Uppstillingarnefnd Bárunnar, stéttarfélag  hefur sent frá sér tillögu að lista samkvæmt lögum sem samþykkt voru á aðalfundi 2017. Nefndin leggur fram tillögu að lista til stjórnar og nefnda Bárunnar. Listi uppstillingarnefndar liggur frammi til kynningar hjá Bárunni, stéttarfélagi á Austurvegi 56, Selfossi, með fyrirvara um stöðu mála varðandi Covid 19, og hér á heimasíðu félagsins frá og með þriðjudeginum 30. mars 2021.

Á aðalfundi Bárunnar 2021 skal kosið í stjórn um varaformann og þrjá meðstjórnendur og þrjá í varastjórn. Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs (3 aðalmenn og 2 varamenn), uppstillingarnefnd (3 aðalmenn og 1 varamann), kjörstjórn (2 aðalmenn og 2 varamenn) og um skoðunarmenn reikninga (2 aðalskoðunarmenn og 2 varamenn).
Frestur til að bjóða sig fram eða bera fram aðrar tillögur til uppstillingarnefndar er til og með 30. apríl 2021.

 

Tillaga Uppstillingarnefnar Bárunnar, stéttarfélags fyrir aðalfund 2021.

Tillaga Uppstillingarnefndar 2021
Stjórn og nefndir Bárunnar stéttarfélags fyrir aðalfund 2021
Varaformaður:
Örn Bragi Tryggvason
Meðstjórnendur:
Ingvar Garðarsson
Magnús Ragnar Magnússon
Helga Sigríður Flosadóttir
Varastjórn:
1. Hildur Guðjónsdóttir
2.  Hjalti Tómasson
3. Silwia Konieczna
Úthlutunarnefnd vinnudeilusjóðs: (fyrir hvern aðalfund)
Halldóra S Sveinsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Sylwia Katarzyna Konieczna
Til vara:
1. Jóhanna Guðmundsdóttir
2. Alexander Örn Ingason
Kjörstjórn, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund):
Dagný Davíðsdóttir
Bryndís Rósantsdóttir
Til vara:
1. Hjalti Tómasson
2. Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Uppstillingarnefnd, Bárunnar stéttarfélags (fyrir hvern aðalfund):
Kristín Sigfúsdóttir
Sigrún Sigurðardóttir
Jóhanna Guðmundsdóttir
Til vara:
1. Hjalti Tómasson
Skoðunarmenn reikninga:
Þorleifur Sívertsen
Dagný Davíðsdóttir
Til vara:
1. Hugborg Guðmundsdóttir
Siðanefnd (annað hvert ár, 2021).
Oddur Ástráðssson formaður
Dagný Davíðsdóttir
Björn Ingi Sveinsson
Til vara
Harpa Rannveig Helgadóttir
Egill Valdimarsson

 

Kosið er í stjórn Sjúkrasjóðs annað hvert ár.

Næst árið 2022.

Móttaka félagsmanna á skrifstofu Bárunnar skertar tímabundið

Vegna aðgerða stjórnvalda og tilmælum sóttvarnarlæknis hefur verið tekin ákvörðun um að skerða komur á skrifstofu Bárunnar frá og með fimmtudeginum 24. mars. Okkur langar að benda á að flestum erindum er hægt að sinna í gegnum vefsíðu okkar www.baran.is eða í gegnum síma (480-5000) og/eða með tölvupósti (baran@baran.is).

Ef erindi þitt þarfnast viðtals, skal hafa samband við okkur í gegnum síma eða tölvupóst og við metum hvort hægt sé að veita viðtal.

Einnig er búið að koma upp aðstöðu frammi á stigapalli þar sem að hægt er að skila gögnum til okkar og sækja um í helstu sjóði.

Á sama tíma og við biðjumst velvirðingar á skertri þjónustu, langar okkur að þakka fyrir skilning á þeim aðgerðum sem að eru nú í gildi.

Read more „Móttaka félagsmanna á skrifstofu Bárunnar skertar tímabundið“

Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, BSRB og ÖBÍ

um samninga SI við sérfræðilækna

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu

Hótun sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu milli Sjúkratrygginga Íslands (SI) og sjúklinga er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við að ná samningi við SI. Ljóst er að slík innheimta mun bitna harkalega á sjúklingum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífeyrisþega og lágtekjuhópa.

Read more „Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, BSRB og ÖBÍ“