Við vinnum fyrir þig

Translate to

50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum.

Ályktun vegna dvalar og hjúkrunarheimilisins Kumbaravogs Stokkseyri. 50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum. 

Stjórn Bárunnar harmar þá stöðu sem komin er upp varðandi hjúkrunarheimilið á Kumbaravogi. Virðingarleysið við heimilisfólkið er takmarkalaust og er það flutt án nokkurs fyrirvara til dvalar á öðrum stöðum. Í ljósi stöðunnar hlýtur að vera forgangsverkefni að flýta nýrri byggingu hjúkrunarheimilis í Árborg og skorar stjórn félagsins á stjórnvöld að öryggi þeirra  sem þurfa á þessari þjónustu að halda verði tryggt svo sómi verði að.

Read more „50 stöðugildi burt úr Sveitarfélaginu Árborg og fólk er flutt hreppaflutningum.“

Páskaúthlutun orlofshúsa 2017

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Grýluhrauni og á Akureyri laus til umsókna fyrir páskavikuna 12. . 19. apríl 2017. Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk. Hægt er að sækja um í tölvupósti baran@baran.is eða í síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 6. febrúar nk. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar í auglýsingu um páskaúthlutun á þessari síðu.

Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn

Þær vinnudeilur sem sjómenn og útgerðarmenn standa nú í hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir landverkafólk. Fiskvinnslufyrirtæki hafa nýtt sér ákvæði í landslögum sem gerir þeim kleift að senda fiskvinnslufólk á atvinnuleysisbætur vegna „ófyrirséðra áfalla“ í stað þess að njóta kauptryggingar vegna hráefnisskorts eins og hingað til hefur tíðkast.

Read more „Starfsgreinasamband Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við sjómenn“

ATVINNULEYSISBÆTUR HÆKKUÐU UM 7,5% UM ÁRAMÓT

Atvinnuleysisbætur hækkuðu um 7,5% frá 1. janúar 2017. Grunnatvinnuleysisbætur eru því 217.208 krónur á mánuði en voru 202.054 krónur. Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 342.422 kr. á mánuði eftir hækkun en voru 318.532 krónur fyrir hækkun. Þessi hækkun kemur í kjölfar gagnrýni á að bætur hafi ekki hækkað hlutfallslega jafn mikið og lágmarkslaun, en grunnatvinnuleysisbætur eru nú 83,5% af lágmarkslaunum.

Read more „ATVINNULEYSISBÆTUR HÆKKUÐU UM 7,5% UM ÁRAMÓT“