Við vinnum fyrir þig

Translate to

Heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi komin að þolmörkum

Á aðalfundi Bárunnar, stéttarfélags sem haldinn var í gær var samþykkt ályktun um boðaðan niðurskurð á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.  Vakin er athygli á þeim stóraukna fjölda sem nýtir þjónustu svæðisins og á sama tíma á að skera niður. Aðalfundurinn krefst þess að stjórnvöld standi vörð um þjónustuna. Sjá ályktunina í heild:

Read more „Heilbrigðisþjónusta á Suðurlandi komin að þolmörkum“

Orlofsuppbót 2016

Báran, stéttarfélag vill minna launafólk á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Þeir sem starfa eftir kjarasamningi SGS við sveitarfélög áttu að fá greidda orlofsuppbót  að upphæð þann 1. maí sl.

Orlofsuppbót 2016 er krónur 44.500 miðað við fullt starf skv. öllum kjarasamningum  nema Landsvirkjun sem er krónur 119.400.

 

 

Formaður FIT harðorður á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi 

„Nemendur eru fengnir erlendis frá til að vinna launalausa sjalboðavinnu og ekki er hirt um að virða samninga og lögbundin réttindi. Fólk frá fjarlægjum löndum er geymt í kjallaraholum milli þess sem því er pískað út við vinnu á saumastofum. Það keppir enginn við svoleiðis rekstur ef rekstur skyldi kalla. Kannski er nær að tala um það sem plantekrur en hvað sem það heitir, þá á það ekki heima í okkar samfélagi eða atvinnulífi, hvorki hér á Suðurlandi né í öðrum landshlutum“, sagði Hilmar Harðarson, formaður FIT, stéttar og fagfélags í hátíðarræðu sinni á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi í dag.

Read more „Formaður FIT harðorður á 1. maí hátíðarhöldunum á Selfossi „

SGS og Bændasamtökin: Launagreiðslur og tryggingar verða að vera í lagi

Tekið af vef Bændablaðsins:

Stórlega hefur færst í vöxt að hingað til lands komi ungt fólk til að ferðast og skoða landið í nokkrar vikur eða mánuði. Bændasamtök Íslands og Starfs­greinasamband Íslands ætla í sameiningu að vinna að betra aðgengi á upplýsingum, á íslensku og ensku, um réttindi og skyldur starfsmanna og launagreiðenda á heimasíðum beggja sambandanna.

Read more „SGS og Bændasamtökin: Launagreiðslur og tryggingar verða að vera í lagi“

Nýr innri þjónustuvefur Bárunnar, stéttarfélags

Í morgun var tekinn í notkun nýr og glæsilegur innri vefur Bárunnar, stéttarfélags sem er aðgengilegur öllum félagsmönnum.  Tilgangurinn með vefnum er meðal annars að auðvelda upplýsingaflæði til félagsmanna Bárunnar sem starfa víðsvegar á félagssvæðinu.

Til að fá aðgang að þjónustuvefnum þarf að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 480-5000 eða í tölvupósti baran@baran.is og fá uppgefið lykilorð til innskráninga.

Read more „Nýr innri þjónustuvefur Bárunnar, stéttarfélags“

1. maí á Selfossi

Lagt verður af stað frá húsi stéttarfélaganna kl. 11:00 frá Austurvegi 56 og gengið að Hótel Selfoss þar sem hátíðardagskránin verður haldin innandyra .Kröfuganga verður við undirleik Lúðrasveitar Selfoss . Félagar úr Sleipni fara fyrir göngunni á hestum.

Kynnir: Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður Bárunnar, stéttarfélags. Ræður dagsins: Hilmar Harðarson formaður Fit og Eva Dögg Einarsdóttir landvörður í Þjóðgarðinum á Þingvöllum. Skemmtiatriði: Danshópurinn Flækjufóttur á Selfossi sýna línudans. Villi naglbítur syngur og skemmtir. Blöðrur fyrir börnin. Glæsilegar kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna í Hótel Selfoss. Sérstakt smáréttaborð fyrir börnin. Félagar úr Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna stórglæsilega bíla sína. Teymt undir börnum í Sleipnishöllinni frá kl. 12:30.