Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fundur annað kvöld með frambjóðendum

Fundur verður með frambjóðendum allra flokka sem munu bjóða fram lista sína í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor

Fundarstaður verður Hótel Selfoss  miðvikudaginn 20. mars kl : 19:00    

Til fundarins boða eftirtalin stéttarfélög:

Báran, stéttarfélag,

Verslunarmannafélag Suðurlands,

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi,

Félag iðn- og tæknigreina og

Verkalýðsfélag Suðurlands

Á fundinum munu frambjóðendur svara spurningum frá stéttarfélögunum og fundargestum úr sal. Fundurinn er öllum opinn.

 

Vinnumálastofnun Suðurlandi flytur

Þjónustuskrifstofa Vinnumálastofnunar á Suðurlandi er flutt frá Austurvegi 56 Selfossi. Skrifstofan  opnar á nýjum stað á Eyravegi 25 á Selfossi, nk. mánudag  klukkan 09:00. Starfsmenn Þjónustuskrifofunnar stéttarfélaganna óska þeim velfarnaðar í starfi á nýjum stað.

 

Ræstingafólk, ræstingafólk

Báran, stéttarfélag heldur ráðstefnu um málefni ræstingafólks á Hótel Selfoss mánudaginn 18. mars  kl. 10:00 – 17:00.  Allir sem áhuga hafa eru boðnir velkomnir á ráðstefnuna. Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Virðing + mikilvægi = Hærri laun

Vinna er hafinn við kröfugerð fyrir komandi samninga. Tryggjum að rödd okkar heyrist í þeirri vinnu. Mætum og höfum áhrif.

Upplýsingar og  skráning í síma 480-5000,  hjalti@midja.is

Hvað ætla frambjóðendur að gera fyrir okkur?

Fundur verður með frambjóðendum allra flokka sem munu bjóða fram lista sína í Suðurkjördæmi vegna alþingiskosninganna nú í vor

Fundarstaður verður Hótel Selfoss  miðvikudaginn 20. mars kl : 19:00    

Til fundarins boða eftirtalin stéttarfélög:

Báran, stéttarfélag,

Verslunarmannafélag Suðurlands,

Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi,

Félag iðn- og tæknigreina og

Verkalýðsfélag Suðurlands

Á fundinum munu frambjóðendur svara spurningum frá stéttarfélögunum og fundargestum úr sal. Fundurinn er öllum opinn og eru allir sem vettlingi geta valdið hvattir til að mæta.

Notum tækifærið og spyrjum væntanlega þingmenn. Látum rödd okkar heyrast.

Stórt verkefni framundan

Núna liggur fyrir að aðilar vinnumarkaðarins hafa enn og aftur tekið höndum saman og framlengt kjarasamninga þrátt fyrir forsendubrest samningsins. Það eru ekki ný tíðindi að launþegar taki á sig þá ábyrgð að tryggja „stöðugleika“. Það jákvæða er að aðilar vinnumakaðarins hafa sammælst um bætt og betri vinnubrögð við kjarasamningsgerð og  samningstíminn var  styttur til 30. nóvember 2013.

Verkalýðshreyfingin hefur verið að horfa til Norðurlandanna og þeirra vinnubragða sem þar eru viðhöfð í kjarasamningsgerð. Þar setjast aðilar vinnumarkaðarins að sameiginlegu borði strax í byrjun samningsgerðar og finna út svigrúm til launahækkana í gegnum iðn og útflutningsgreinarnar.  Þar er borin meiri virðing fyrir tímaramma og nýr samningur tekur strax gildi þegar fyrri samningur rennur út. Ekki er hefð fyrir eingreiðslum eins og verið hefur hér á landi. Eingreiðslur eru aðeins til þess fallnar að brúa bilið þangað til nýr samningur tekur gildi.

Það er að mörgu að hyggja þegar komið er að kjarasamningsgerð. Eftir margra ára baráttu hafa ýmis réttindi hins vinnandi manns batnað til muna eins og t.d. orlofs- og  veikindaréttur.  En betur má ef duga skal. Lægstu laun á Íslandi eru mun lægri en hjá frændum okkar á Norðurlöndunum og hreint órtrúlegt að ekki hafi tekist betur að ná upp lægstu launatöxtum á Íslandi en raun ber vitni. Í svona árferði eins og hefur verið undanfarin ár er erfitt að semja um umframlaun. Þá gilda þessir lágmarkstaxtar sem eru vægast sagt langt frá því að geta framfleitt nokkrum manni.

Þegar undirbúningur vegna kjarasamninga byrjar fara menn að tala um kaupmátt, þróun kaupmáttar og hvort kaupmáttarforsenda hafi staðist. Í stuttu máli þá hafa lægstu laun haldið kaupmætti sínum. Skýringin er sú að laun sem voru t.d. kr. 214.558 árið 2011 og hækkuðu í kr. 225.558 árið 2012 halda kaupmætti sínum því hækkunin er rúm 5,1% sem er umfram verðbólgu. En laun sem eru kr. 450.000 árið 2011 og hækka um  3,5% árið 2012 (verða kr. 465.750) halda ekki kaupmætti sínum vegna þess að verðbólgan er hærri. Hækkunin annars vegar á lægri launin er kr. 11.000 en hins vegar kr. 15.750 á hærri launin. Okkar vandi er að lægstu laun eru allt of lág þó þau haldi kaupmætti sínum. Ef neysluviðmið eru skoðuð staðfesta þau aðeins það sem allir vita það lifir engin á þessum lágu launum. Okkar verkefni framundan er að ná þessum lágmarkslaunum upp í laun sem hægt er að lifa af.  Þetta lítur ekki út fyrir að vera flókið verkefni en þetta hefur ekki  tekist þannig að sómi sé af því.

Nú er að fara að stað vinna vegna kjarasamninganna og framundan verða töluverð umsvif vegna þeirra. Félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags munu hefja vinnuna við kjarasamnigsgerðina með kjaraþingi nú í vor og verður allri vinnu að vera lokið fyrir 12. september.  Eins og áður hefur komið fram er stórt verkefni framundan og ef árangur á að nást verður það að byggja á öflugu félagsstarfi og  ekki síst öflugum félögum með samstöðu og sameiginlega sýn á hvernig við getum bætt okkar kjör.

Þann 26. febrúar sl. hrundu ASÍ og aðildarfélög þeirra af stað átakinu „Vertu á verði!“. Átakið er sett til höfuðs verðhækkunum þar sem atvinnulífið og almenningur eru sérstaklega hvött til að taka þátt. Þannig á þetta að sporna við verðhækkunum og um leið verðbólgu sem hefur skapað vissan og viðvarandi óstöðugleika og er vægast sagt erfitt að koma böndum á. Viljum við hvetja okkar fólk til vitundarvakningar í þessu neytendarverndarverkefni með því að senda inn myndir eða tilkynningar af óeðlilegum verðhækkunum á vertuáverði.is

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags

Starfsmaður ÞSS fimmtugur

Hjalti Tómasson starfsmaður Þjónustuskrifstofa stéttarfélaganna á 50 ára afmæli í dag. Í tilefni af þessum tímamótum færði starfsfólk hæðarinnar og Þjónustuskrifstofan honum gjöf.  Skrifstofan óskar Hjalta alls góðs í framtíðinni.

Tólf af fimmtán stærstu sveitarfélögunum hafa hækkað verð í sund

Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verðbreytingar á gjaldskrám sundstaða hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. janúar 2012. til 1. janúar 2013. Tólf sveitarfélög hafa hækkað gjaldið á stökum miða í sund fyrir fullorðna, aðeins Fljótsdalshérað, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá. Árskort fullorðinna hefur hækkað í verði hjá 10 sveitarfélögum af 15. Fjótsdalshérað, Seltjarnarnes, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Árborg eru með óbreytta gjaldskrá en árskortið hefur lækkað í verði um 14% á Akureyri en þar er það jafnframt dýrast. Akureyri á heiður af mestu hækkun á stakri sundferð en hún nam 17%.

Sjá fréttina í heild á heimasíðu ASÍ.

 

 

Góður fundur ASÍ á Hótel Selfoss

Í gærkvöldi var haldinn fundur á Hótel Selfoss á vegum ASÍ undir yfirskriftinni  Kaupmáttur – atvinna – velferð.  Meðal annars voru ræddar nýjar hugmyndir ASÍ um nýtt húsnæðislánakerfi sem lagað er eftir danskri fyrirmynd, stöðuna í kjaramálum og baráttuna við verðbólguna, sókn í atvinnumálum og nýja hugsun í atvinnu og menntamálum.

Frá ASÍ mættu þau Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ,  Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar og Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins. Að auki var Þórður Freyr Sigurðasson frá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga með framsögu um Sóknaráætlun fyrir Suðurland. Erindin voru mjög fróðleg og greinilegt að ASÍ fer þarna í farabroddi nýrrar hugsunar í atvinnu og velferðarmálum en eftir slíkri hugsun hefur verið kallað frá hruni. Einnig er ástæða til að fagna þeirri vinnu sem Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa unnið við greiningu á þörfum og stöðu atvinnumála og þörfinni á aukinni menntun á Suðurlandi en athygli vakti hve staða kvenna á Suðurlandi er veik í faglegu námi.

Fundinn sóttu um þrjátíu manns og var fremur dapurt að ekki skyldu fleiri sjá sér fært að mæta á fund um svo mikilvæg málefni.

Stéttarfélögin á Suðurlandi þakka þeim Signýju, Sigurrós, Kristjáni Þórði og Þórði Frey sem þarna höfðu framsögu. Vonandi eru þessar hugmyndir merki um nýja tíma á Suðurlandi.

Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 025 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 023 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 016 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 009 Fundur ASÍ Hótel Selfoss 28. febrúar 13 007