Við vinnum fyrir þig

Translate to

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags sumarið 2012

Báran stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Akureyri og í Reykjavík til umsókna fyrir sumar 2012. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins www.baran.is. eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 11. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

Ný íbúð Sjúkrasjóðs Bárunnar

Sjúkrasjóður Bárunnar hefur fest kaup á íbúð að Sóltúni 28 í Reykjavík fyrir skjólstæðinga sjóðsins. Íbúðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem einhverra hluta vegna þurfa að dvelja lengri eða skemmri tíma í Reykjavík af heilsufarsástæðum. Í mörgum tilvikum kann að vera ódýrara að leigja íbúðina en að keyra á milli oft í …

Söguferð til Víkur í Mýrdal 12. mars 2012.

Báran stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir söguferð til Víkur í Mýrdal laugardaginn 24. mars n.k. Ætlunin er að kynna sér sögu verslunar og atvinnu í Vík í Mýrdal en verslun hefur verið þar frá árinu 1883. Einnig voru stundaðir sjóróðrar við mjög erfiðar aðstæður. Eitt af frægustu og farsælustu skipum í íslenskri siglingarsögu er …

Launþegar athugið!

Launahækkun starfsmanna á almenna markaðinum samkvæmt samningi SGS og SA hefur tekið gildi. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2012 til og með 31. janúar 2013. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,5% og eiga að koma til útborgunar næstu mánaðarmót. Nýir launataxtar samkvæmt samningi SGS við ríki og sveitarfélög taka gildi mánuði …

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags um páska 2012

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins við Flúðir og einnig íbúð félagsins á Akureyri til umsókna fyrir páskahelgina 2012. Umsóknarfrestur er til 9. mars og hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins www.baran.is eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 15. mars.   Verð á dvöl um páska er kr. …

Félagsskírteini 2012

Félagsskírteini Bárunnar, stéttarfélags hefur verið sent öllum félagsmönnum. Félagsskírteinið gildir jafnframt sem afsláttarkort hjá fjölmörgum fyrirtækjum á félagssvæðinu. Rétt er að vekja athygli á að á Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi eru seldir til félagsmanna gistimiðar á Fosshótel (gildir allt árið) og Edduhótel, miðar í Hvalfjarðargöngin, Útilegukortið og Veiðikortið. Félagar eru hvattir til að kynna sér …

Hagsýni og hamingja

Deildir Rauða kross Íslands á Suðurlandi, í samstarfi við kirkjur Suðurprófastsdæmis, kvenfélagasamböndin og verkalýðsfélög á Suðurlandi, standa fyrir stuttum og gagnlegum fræðslufyrirlestrum fyrir almenning. Fyrirlesari er Lára Ómarsdóttir fréttakona, sem á einfaldan og auðskiljanlegan hátt kynnir okkur raunhæfar leiðir til sparnaðar Fyrirlestrarnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Kirkjubæjarklaustur: 31.jan. kl. 17:00 Kapellan á Kirkjubæjarklaustri Vík …

Kjarasamningar áfram í gildi – uppsagnarákvæði ekki nýtt

Samninganefnd ASÍ hefur sl. föstudag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt fyrir vanefndir stjórnvalda á þeim fyrirheitum sem gefin voru við gerð þeirra. Skrifað var undir framlengingu kjarasamninga eftir hádegið í dag. Yfirlýsing samninganefndar ASÍ vegna endurskoðunar kjarasamninga dags. 20. janúar 2012 Samninganefnd ASÍ hefur í dag ákveðið að segja ekki upp gildandi kjarasamningum þrátt …