Við vinnum fyrir þig

Translate to

Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald

Starfsgreinasamband Íslands hefur boðað til samráðsfundar á meðal aðildarfélaga sinna föstudaginn 13. apríl kl. 13:00 í Sætúni 1 um frumvörp ríkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þingkonurnar Lilja Rafney Magnúsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir munu mæta á fundinn til að útskýra afstöðu ríkistjórnarinnar og ræða um hugsanleg áhrif frumvarpanna á fiskvinnslufólk. Read more „Samráðsfundur SGS um fiskveiðistjórnun og veiðigjald“

Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 393 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun kvenna 321 þúsund krónur.

Read more „Laun á almennum vinnumarkaði 2011 voru 365 þúsund krónur á mánuði“

Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands

Fyrsta útskrift úr námskeiðinu „Meðferð matvæla“ hjá  Fræðsluneti Suðurlands var þann 29. mars síðastliðinn. Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í matvælaiðnaði og er góður undirbúningur undir frekara nám t.d. í mjólkuriðnaði. Fræðslunet Suðurlands var í samstarfi við Báruna, stéttarfélag og MS á Selfossi, um að halda námskeiðið hér á Selfossi.

Read more „Starfsfólk MS útskrifast frá Fræðsluneti Suðurlands“

Verðkönnun á páskaeggjum

Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á páskaeggjum í 7 matvöruverslunum víðsvegar um landið mánudaginn 26. mars. Kannað var verð á 28 algengum páskaeggjum. Bónus var með lægsta verðið á 16 páskaeggjum af 28, næst oftast var Fjarðarkaup með lægsta verðið eða á 9 páskaeggjum og Krónan á 3. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið á 21 páskaeggjum af 28, en Hagkaup var næst oftast með hæsta verðið eða á 7 páskaeggjum.

Read more „Verðkönnun á páskaeggjum“

Ný heimasíða Bárunnar, stéttarfélags

Báran, stéttarfélag hefur flutt vefþjónustu félagsins yfir á fyrirtæki staðsett á Suðurlandi.  Gerður hefur verið samningur við Endor vefþjónustu á Selfossi um um vistun, viðhald og uppfærslur á þeim vefþjóni sem vefsíðan eru hýst á. Markmiðið með þessum breytingum er að geta veitt meiri upplýsingar en áður til félagsmanna og í leiðinni að auka hagræði í rekstri síðunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Grétar Magnússon hjá Endor og Örn Braga Tryggvason varaformann Bárunnar stéttarfélags undirrita samning um vistun heimasíðunnar.

 

 

Laun á almennum vinnumarkaði 2010 voru 365 þúsund krónur á mánuði

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 365 þúsund krónur að meðaltali árið 2011. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 200–250 þúsund krónur og var tæplega fjórðungur launamanna með laun á því bili. Þá voru rúmlega 60% launamanna með regluleg laun undir 350 þúsund krónum á mánuði. Regluleg laun karla voru 393 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun kvenna 321 þúsund krónur.

Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 469 þúsund krónur á mánuði
Heildarlaun þeirra launamanna sem teljast fullvinnandi voru að meðaltali 469 þúsund krónur á mánuði. Helmingur launamanna var með heildarlaun undir 418 þúsund krónum árið 2011 sem var miðgildi heildarlauna. Þá voru tæplega 30% launamanna með heildarlaun á bilinu 300-400 þúsund krónur. Greiddar stundir voru að meðaltali 43,4 á viku.

Laun karla og kvenna
Regluleg laun fullvinnandi karla voru 420 þúsund krónur að meðaltali á mánuði en regluleg laun fullvinnandi kvenna voru 361 þúsund krónur. Helmingur karla var með regluleg laun undir 347 þúsund krónum en um 60% kvenna.

Regluleg laun að viðbættri yfirvinnu, það er regluleg heildarlaun, voru 460 þúsund krónur hjá fullvinnandi körlum en 372 þúsund krónum hjá konum. Þá voru heildarlaun fullvinnandi karla 503 þúsund krónur en heildarlaun kvenna 400 þúsund krónur. Helmingur karla var með heildarlaun undir 447 þúsundum króna en það sama gilti um 75% kvenna.

Þær niðurstöður sem hér er greint frá byggjast á launarannsókn Hagstofu Íslands og ná til tæplega 30 þúsund launamanna á almennum vinnumarkaði í atvinnugreinunum iðnaði, byggingarstarfsemi, verslun, samgöngum og fjármálaþjónustu. Frekari umfjöllun um niðurstöðurnar má finna í nýjum Hagtíðindum um laun á almennum vinnumarkaði 2011.

Heimild: Hagstofa Íslands

Báran Orlofshús

Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags sumarið 2012

Báran stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins á Flúðum, Akureyri og í Reykjavík til umsókna fyrir sumar 2012. Umsóknarfrestur er til 10. apríl nk. Hægt er að sækja um á heimasíðu félagsins www.baran.is. eða í gegnum síma Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna 480-5000. Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir 11. apríl nk. Öllum umsóknum verður svarað skriflega.

Read more „Orlofshús Bárunnar, stéttarfélags sumarið 2012“

Ný íbúð Sjúkrasjóðs Bárunnar

Sjúkrasjóður Bárunnar hefur fest kaup á íbúð að Sóltúni 28 í Reykjavík fyrir skjólstæðinga sjóðsins. Íbúðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem einhverra hluta vegna þurfa að dvelja lengri eða skemmri tíma í Reykjavík af heilsufarsástæðum. Í mörgum tilvikum kann að vera ódýrara að leigja íbúðina en að keyra á milli oft í viku.

Read more „Ný íbúð Sjúkrasjóðs Bárunnar“

Söguferð til Víkur í Mýrdal 12. mars 2012.

Báran stéttarfélag og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir söguferð til Víkur í Mýrdal laugardaginn 24. mars n.k. Ætlunin er að kynna sér sögu verslunar og atvinnu í Vík í Mýrdal en verslun hefur verið þar frá árinu 1883. Einnig voru stundaðir sjóróðrar við mjög erfiðar aðstæður. Eitt af frægustu og farsælustu skipum í íslenskri siglingarsögu er vélbáturinn Skaftfellingur. Hann var gerður út frá Vestmannaeyjum og þjónustaði Skaftfellinga um árabil. Í dag er báturinn geymdur í skemmu í þorpinu og verið er að vinna að endurbyggingu hans. Markmiðið er að skoða skipið, heimsækja Brydebúð, rölta um þorpið og skoða sögufræg hús. Leiðsögn um Vík, heimsókn í Brydebúð og skemmuna er í boði heimamanna.

Félagsmenn sjá um að koma sér á staðinn en þeir sem ekki hafa aðgang að bíl og vantar far geta haft samband við Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi í síma 480-5000. Fólk er beðið að skrá sig því Verkalýðsfélag Suðurlands ætlar að bjóða upp á léttan málsverð og því nauðsynlegt að vita fjöldann sem verður í mat. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 21. mars nk.

Fyrirhuguð dagskrá

10.15 Safnast verður saman í bíla á bílaplani Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna, Austurvegi 56, Selfossi. Þeir sem skilja bíla sína eftir leggi við austurgafl hússins.

10.30 Brottför frá Selfossi.

Hægt er að leggja bifreiðum á planinu við Brydebúð sem er staðsett í gamla hluta Víkurþorps (vestast í þorpinu).

12.30 Formleg dagskrá hefst við Brydebúð.

SKRÁNING:

Skráning fer fram í síma 480 5000 eða á thor@midja.is

Launþegar athugið!

Launahækkun starfsmanna á almenna markaðinum samkvæmt samningi SGS og SA hefur tekið gildi. Þessir kauptaxtar gilda frá 1. febrúar 2012 til og með 31. janúar 2013. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,5% og eiga að koma til útborgunar næstu mánaðarmót.

Nýir launataxtar samkvæmt samningi SGS við ríki og sveitarfélög taka gildi mánuði seinna eða frá 1. mars 2012. Launataxtar hækka um kr. 11.000 og almenn laun um 3,5%.
 
Launataxtana má nálgast á heimasíðunni undir Kjaramál.