Við vinnum fyrir þig

Translate to

Fréttabréf Bárunnar, Nóvember

Samkvæmt kjarasamningum ber atvinnurekendum að greiða starfsfólki sínu desemberuppbót/persónuuppbót í byrjun desember ár hvert. Uppbótin er háð ákveðnum skilyrðum sem varða t.a.m. starfstíma og starfshlutfall á yfirstandandi ári. Desemberuppbót/persónuuppbót skal greiða í einu lagi og ofan á hana reiknast ekki orlof. Uppbótin er föst krónutala og tekur ekki hækkunum skv. öðrum ákvæðum kjarasamninga.

Eins og alltaf er mikilvægt að skoða launaseðilinn.

Desemberuppbótin er mismunandi eftir samningum

 

Almenni samningur milli SGS og SA

106.000 kr.

Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS

106.000 kr.

Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga

135.500 kr

Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag

106.000 kr.

Kjarasamningur milli Bárunnar, stéttarf og Skaftholts

135.500 kr.

Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna

106.000 kr.

Bændsamtök Íslands og SGS

106.00 kr.

Landsamband smábátaeigenda og SGS

106.000 kr.

Landsvirkjun og SGS

154.000 kr.

Kjarasamningur SGS og NPS miðstöðvarinnar

106.000 kr.

Félagið keypti fyrr á árinu stórglæsilega Sumarbústaði í landi Þórisstaða 2, hægt að leigja Þá frá og með föstudeginum 22.Nóvember næstkomandi.
Þeir verða í sveigjanlegri leigu fram að páskum, fyrstur kemur fyrstur fær.

Þar með eru orlofseignir félagtsins orðnar níu talsins.

 

Stök Nótt: 8.000.-
Helgarleiga:
 20.000.-
Vikuleiga: 28.000.-
Bæta við sólahring: 5.500.-

Bústaðarnir er um 144 fm, 3 svefnherbergi eru í húsinu, eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu og gestasalerni.

Við óskum Félagsmönnum til hamingju með nýju eigninar

Einnig er enn nokkrar lausar vikur í kringum jól og áramót og hvetjum við félagsmenn til að nýta sér það.

Hægt er að leigja með því að skrá sig inn á félagsvef Bárunnar

 

Orlofsvefur

 

Þórisstaðir – Tveir nýjir orlofshúsakostir – Opið til útleigu

Félagið keypti fyrr á árinu stórglæsilega Sumarbústaði í landi Þórisstaða 2, hægt að leigja Þá frá og með föstudeginum 22.Nóvember næstkomandi.
Frá og með deginum í dag er hægt að leigja þá út, Þeir verða í sveigjanlegri leigu fram að páskum, fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Stök Nótt: 8.000.-
Helgarleiga:
 20.000.-
Vikuleiga: 28.000.-
Bæta við sólahring: 5.500.-

Bústaðarnir er um 144 fm, 3 svefnherbergi eru í húsinu, eldhús, stofa og baðherbergi með sturtu og gestasalerni.

Við óskum Félagsmönnum til hamingju með nýju eigninar

 

Orlofsvefur

 

Myndir eru hér fyrir neðan

Fréttabréf Bárunnar – Október

Nýjir orlofshúsakostir - Stórglæsilegir bústaðir í Grímsnesi

Nú í nóvember bætast við tveir nýir orlofshúsakostir í landi Þórisstaða í Grímsnesi, til útleigu fyrir félagsmenn. Með þessu fjölgar húsunum í níu, og þau eru öll tilvalin til að njóta samveru og hvíldar.

Bústaðirnir eru staðsettir í fallegu umhverfi Grímsnessins og bjóða upp á nútímalega aðstöðu þar sem allt er til alls, auk þess sem annar þeirra er með saunaklefa. Félagsmenn hafa verið duglegir að nýta sér orlofshúsin og því hlökkum við til að bæta þessum stórglæsilegum valkostum  til útleigu í nóvember. Nánari dagsetning auglýst síðar.

 

 

46. Þing ASÍ

Dagana 16.-18. október 2024 var 46. þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) haldið á Hótel Reykjavík Nordica. Báran, stéttarfélag á Suðurlandi, átti fimm fulltrúa á þinginu: Halldóru Sigríði Sveinsdóttur, Magnús Ragnar Magnússon, Helgu Flosadóttur, Jón Þröst Jóhannesson og Örn Braga Tryggvason.

Undirbúningur fyrir þingið var víðtækur, og fór ASÍ í tvær hringferðir um landið þar sem málefnavinna var unnin með aðildarfélögum. Báran tók þátt í þessari vinnu og ásamt átta öðrum félögum lagði félagið til að vinnumarkaðsmál yrðu sett á dagskrá þingsins. Tillagan var samþykkt og tekin fyrir í alsherjarnefnd.

 

Tillagan í heild sinni

 

Úthlutun Orlofshúsa um Jól og áramót

Umsóknarfrestur verður frá 10. október kl. 10:00 til 23. október kl.10:00 nk.  Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 25. október nk.

 

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins( Þverlág 2, 4, 6, Grýluhraun, Ásatún) laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar

20. desember 2024 – 27. desember 2024

27. desember 2024 – 3. janúar 2025

Hægt verður að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800.

Einnig er hægt að finna leiðbeiningar hér. 

 

Orlofsvefur

 

Öllum umsóknum verður svarað.

Leigutímabil er frá föstudegi til föstudags.

 

Íbúðirnar  Sóltúni 28, og Borgartúni 24 í Rvk. verða í sveigjanlegri leigu.

Fyrirkomulag á útleigu nýju bústaðana að Þórisstöðum um jól og áramót verður auglýst seinna

 

  • Punktakostnaður  - 12 punktar
  • Hvenær á að hætta að taka á móti umsóknum 23.10.2024 kl:10
  • Hvenær á að úthluta 25.10.2024
  • Hver er greiðslufrestur -  04.11.2024
  • Fjöldi valmöguleika sem hver má setja inn – 3 val

Trúnaðarmanna átak - Sterkari tengsl

Báran stendur þessa dagana í átaki til að bæta við trúnaðarmönnum og auka tengsl við þá sem þegar gegna þessu mikilvæga hlutverki. Trúnaðarmenn eru hryggjarstykkið í starfi stéttarfélagsins og gegna lykilhlutverki við að tryggja gott upplýsingaflæði til og frá vinnustöðum.

Til að leiða þetta átak var fengin Ragnheiður Skúladóttir, sem áður hefur starfað hjá félaginu, og hefur verkefnið farið vel af stað. Markmiðið er að tryggja sterkara tengslanet trúnaðarmanna á sem flestum vinnustöðum. Ef þú hefur áhuga á að fá trúnaðarmann á þinn vinnustað, ekki hika við að hafa samband við okkur á baran@baran.is.

Hlutverk Trúnaðarmanna

 

Kveðja

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Jóla og nýárs úthlutun orlofshúsa

 

 

Umsóknarfrestur verður frá 10. október kl. 10:00 til 23. október kl.10:00 nk.  Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 25. október nk.

 

Báran, stéttarfélag auglýsir orlofshús félagsins( Þverlág 2, 4, 6, Grýluhraun, Ásatún) laus til umsókna fyrir jól og áramót, vikurnar

20. desember 2024 – 27. desember 2024

27. desember 2024 – 3. janúar 2025

 

Hægt verður að sækja um á Orlofssíðu Bárunnar, einnig verður hægt að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800.

 

Einnig er hægt að finna leiðbeiningar hér. 

Orlofsvefur

 

Öllum umsóknum verður svarað.

Leigutímabil er frá föstudegi til föstudags.

 

Íbúðirnar  Sóltúni 28, og Borgartúni 24 í Rvk. verða í sveigjanlegri leigu.

 

 

  • Punktakostnaður  - 12 punktar
  • Hvenær á að hætta að taka á móti umsóknum 23.10.2024 kl:10
  • Hvenær á að úthluta 25.10.2024
  • Hver er greiðslufrestur -  04.11.2024
  • Fjöldi valmöguleika sem hver má setja inn – 3 val

Fréttatilkynning

Í tilefni af fréttaskýringaþætti Kveiks í gærkvöldi þar sem fjallað var um aðbúnað verkafólks, misneytingu og vinnumansal.

Undirrituð félög telja ástæðu til að árétta að mál af þeim toga sem fjallað var um í
þættinum varðandi launaþjófnað og slæman aðbúnað verkafólks koma reglulega á borð
félaganna. Mikið er um alvarleg brot gagnvart verkafólki og er erlent verkafólk í sérstaklega
viðkvæmri stöðu. Algengt er að laun og kjör séu undir lágmarkskjörum og of oft gengur
erfiðlega að fá laun greidd. Brot gegn húsaleigulögum eru algeng, oft eru vistarverur
óboðlegar, gjald fyrir húsnæði óeðlilega hátt og framkoma gegn starfsfólki slæm.

Félögin vilja árétta að mikið skortir á eftirlit af hálfu opinberra aðila hérlendis. Afleiðingar
af brotum gegn réttindum launafólks af hálfu hins opinbera eru af skornum skammti. Þá
er rétt að árétta sérstaklega að líkt og fram kom í þættinum gera opinberir aðilar samninga
við fyrirtæki án þess að hafa nokkuð eftirliti með kjörum eða aðbúnaði starfsfólks þess
aðila sem samið er við. Félögin skora á stjórnvöld að herða eftirlit og setja vinnu og
fjármagn í þennan málaflokk þegar í stað enda núverandi staða landinu til skammar.

Virðingarfyllst,

Finnbogi Sveinbjörnsson
Bergvin Eyþórsson 
Verkalýðsfélag Vestfirðinga

Vignir Smári Maríasson
Verkalýðsfélag Snæfellinga

Þórarinn Guðni Sverrisson 
Aldan, stéttarfélag

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir
Báran, stéttarfélag

Hrund Karlsdóttir 
Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur

Magnús Sigfús Magnússon
Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis

Guðrún Elín Pálsdóttir
Verkalýðsfélag Suðurlands

Makar barnshafandi kvenna njóta ráðningarverndar

Þann 20. ágúst sl. féll úrskurður í kærunefnd jafnréttismála sem úrskurðaði um rétt maka barnshafandi kvenna til ráðningarverndar.

Forsaga málsins er að til Bárunnar, stéttarfélags leitaði félagsmaður sem starfaði hjá Grímsborgum ehf. Hann hafði starfaði hjá fyrirtækinu frá árinu 2019 og var sagt upp störfum í lok ágúst 2022.  Í uppsagnarbréfinu voru ástæður uppsagnarinnar sagðar skipulagsbreytingar og mikil fækkun bókana á hótelinu. Sambýliskona kæranda, sem var þunguð þegar kæranda var sagt upp störfum, starfaði á sama tíma á hótelinu.

Félagsmaður Bárunnar hélt því fram að uppsögn hans úr starfi hjá kærða þegar sambýliskona hans var barnshafandi fæli í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Hann tók því fram að honum og sambýliskonu hans, sem starfaði einnig hjá kærða, hafi verið tjáð að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið sú að sambýliskonan hafi verið barnshafandi en að kærði gæti ekki sagt henni upp störfum þar sem hún nyti ráðningarverndar á meðan hún væri þunguð.

Niðurstaða nefndarinnar var að Grímsborgir gátu sýnt fram á með ítarlegum gögnum um það væri fyrirsjáanlega samdráttur í rekstri. Var það sett í samhengi við uppsögn nokkurra  annarra starfsmanna og þá ákvörðun að endurnýja ekki ráðningarsamninga stóran hóp af öðrum starfsmönnum til viðbótar. Mál hans tapaðist því fyrir nefndinni.

Hins vegar felur úrskurðurinn í sér þær stóru fréttir að nefndin staðfestir að 19. grein jafnréttislaga taki jafnt til beggja foreldra. Úrskurðurinn staðfestir því að óheimilt er að láta aðstæður tengdar meðgöngu eða barnsburði hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir á borð við uppsagnir á verðandi foreldrum og staðfest að ákvæðið er víðtækara en ráðningarverndarákvæðið í fæðingarorlofslögum.

Í hnotskurn þarf atvinnurekandi að geta sýnt fram á að uppsögn verðandi föður byggi ekki á ástæðum tengdum barnsburði eða meðgöngu maka hans.

Borgartún 24A – Nýr orlofshúsakostur Bárunnar

Félagið keypti fyrr á árinu stórglæsilega íbúð að Borgartúni 24A, íbúð 309 og er hægt að leigja hana frá og með föstudaginn 13. september næstkomandi.
Frá og með deginum í dag er hægt að leigja hana út, hún verður í sveigjanlegri leigu, fyrstur kemur fyrstur fær.

 

Stök Nótt: 8.000.-
Helgarleiga:
 20.000.-
Vikuleiga: 28.000.-
Bæta við sólahring: 5.500.-

 

Við óskum Félagsmönnum til hamingju með nýju eignina og þökkum öllum þeim sem komu að því að standsetja hana.

 

Myndir eru hér fyrir neðan

 

Íbúðin er á þriðju hæð í nýbyggðu fjölbýlishúsi. Í húsinu er friðsælt miðjusvæði og tvennir þakgarðar til afnota fyrir alla íbúa hússins.
 
Inngangur í húsið er frá Borgartúni en aðkoma í bílageymslu er frá Nóatúni.
 
Öll þjónusta er í næsta nágrenni, og ber þá fyrst að nefna Krónuna, N1 og mathöllina B29. Hlemmur er í göngufjarlægð og stutt í apótek, blómabúð, bakarí og fleira.
 
Íbúð 309 er 105 m2 á 3. hæð. Í íbúðinni er alrými sem saman stendur af vel útbúnu eldhúsi og stofu með útgengi á svalir. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi og þvottahús.
 
Einnig er barnarúm og barnastóll. Gasgrill, sjónvarp, þvottavél og þurrkari. Ræstiefni eru í íbúðinni og áhöld til ræstinga.
Það þarf að taka með sér sængurfatnað, handklæði, handsápu, viskastykki og borðklúta.
 
Svefnaðstaða er fyrir sex, sængur og koddar eru fyrir 6 manns.
 
• Bílastæði í bílakjallara fylgir íbúðinni.
• Þráðlaust net er í húsinu.
• Gæludýr eru ekki leyfð í húsinu.

Ný orlofsvefur farinn í loftið

Nýr orlofsvefur Bárunnar er kominn í loftið.
Betra viðmót og aðgengilegri upplýsingar tekur nú á móti félagsmönnum.

Nýr Orlofshúsavefur

 

Í næstu viku bætast svo "Mínar Síður" inná þann vef sem verður þar með kallaður "Félagsmannavefur"

Við munum birta frekari leiðbeiningar og upplýsingar um allt sem þar er uppá að bjóða þegar hann er kominn upp.

 

 

 

Nýr Innri vefur félagsmanna

Báran mun taka í gagnið nýjan og endurbættan innri vef fyrir félagsmenn. Til þess þarf að loka Mínum síðum og Orlofsvef félagsins frá hádeigi þriðjudaginn 27. ágúst.

Nýr vefur opnar svo fimmtudaginn 29. ágúst með stórbættu viðmóti fyrir félagsmenn.

Ekki verður hægt að sækja um styrki né leigja sumarhús á meðan.

 

 

Sumarlokun á skrifstofu

Lokað verður á skrifstofu félagsins dagana 29. júlí til 5. ágúst næstkomandi

 

Við hvetjum fólk til þess að nýta heimasíðu okkar www.baran.is, þar sem hægt er að nálgast allar helstu upplýsingar ásamt því að sækja um styrki og orlofshús.

Sendið okkur póst á baran@baran.is fyrir önnur erindi og þeim verður svarað eins fljótt og auðið er eftir lokun.