Við vinnum fyrir þig

Translate to

Páskafréttabréf Bárunnar.

Heil og sæl kæru félagar.

Kjarasamningar á almenna markaðnum hafa verið samþykktir með afgerandi hætti. Kjörsókn var ekki mikil eða að meðaltali 18%. Markmið þessara samninga er að ná hér niður verðbólgu og vöxtum, endurreisa tilfærslukerfi heimila og vinnandi fólks og að kaupmáttaraukning verði á samningstímanum. Þetta er langtímasamningur með ákveðnum fyrirsjáanleika en litlu innihaldi gagnvart réttindum launafólks. Ríki og sveitarfélög komu að þessum samningum með ákveðin loforð sem á eftir að efna. Samtök atvinnulífsins sluppu nokkuð vel frá þessu, þau náðu að beina spjótum sínum aðallega að ríkinu. Allir vilja ná hér niður verðbólgu og vöxtum og vonandi tekst það, en það er ekki aðeins á ábyrgð launafólks.  Ekki náðist að semja um vinnutímastyttingu sem voru mikil vonbrigði. Flestir hópar hafa þegar fengið vinnutímastyttingu þannig að á vinnustöðum þar sem önnur sambönd eru sem þegar hafa fengið styttingu hvet ég ykkur kæru félagsmenn að óska eftir að farið verið í viðræður um vinnutímastyttingu.

Viðræður við sveitarfélögin eru þegar hafnar og eru viðræður við ríkið að hefjast.

Kæru félagar og fjölskyldur vonandi eigið þið góða og gleðilega páska.

Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður.

Kjarakönnun Vörðu 2024 - En alvarleg staða hjá hluta félagsmanna

Varða – Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins hefur árlega lagt fyrir kannanir um stöðu launafólks
á Íslandi innan aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB. Markmið kannananna er
að varpa ljósi á fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði og líkamlega og andlega heilsu launafólks
ásamt annarra atriða.

Í janúar 2024 var lögð fyrir könnun meðal félagsfólks innan aðildarfélaga
heildarsamtakanna tveggja og voru niðurstöður hennar birtar í skýrslu í mars 2024 (sjá Varða –
Rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, 2024).
Í þessari skýrslu er greint sérstaklega frá stöðu félagsfólks Bárunnar og eru niðurstöðurnar
settar fram í samanburði við félagsfólk í öðrum aðildarfélögum innan ASÍ og BSRB.

 

Skýrsla Vörðu í heild sinni

 

Kristín Heba fór yfir samnburð á almennum kjörum og högum félaga innan íslenskra stéttarfélaga á Páskafundi trúnaðarmanna. Sá samanburður var í raun frekar sláandi og sem kom mest á óvart var sú staðreynd að hversu margir áttu erfitt með ná endum saman. Geta í raun ílla eða ekki ráðið við óvænt útgjöld og eða ekki geta greitt tómstundir og íþróttastörf barna sinna og telja sem dæmi 39% aðspurðra að fjárhagsstaða þeirra sé verri, en árið áður. Annað sem var sláandi í þessum samanburði var að 80% aðspurðra töldu húsnæðiskostnað sinn vega mjög þungt eða þugnt í sínum útgjaldaliðum og að 60% kvenna töldu sig ekki séð fyrir sér og börnum sínum og 47 % karla voru á sömu skoðunn.

Páskafundur trúnaðarmanna sem fór framm þann 18.mars 2024.

Fundinn sóttu trúnaðarmenn Bárunar og var farið yfir meðal annars kjarakönnun Vörðu, þar sem Kristín Heba fór yfir skýrsluna sem má lesa hér að ofan

Það málefni sem fékk hvaða mesta athygli og skiljanlega miða við þá fjölmiðlaumfjöllum sem þau málefni hafa fengið, varðaði vinnustaðaeftirlit og mannsöl, en þar fór Saga Kajrtansdóttir frá vinnueftirliti A.S.Í yfir stöðu mála. Það er því miður ekki einsdæmi að fólk og sér í lagi fólk af erlendum uppruna verði fyrir ítrekuðum brotum af hendi vinnuveitenda, þó svo að lang flest þeirra séu ekki af sömu stærðargráðu og það mál sem er mikið fjallað um í fjölmiðlum í dag.

En af nógu er af taka samt sem áður og varða þau brot á almennum réttindum, svo sem launakjör, réttmæta hvíldartíma, skort á mannshæfandi húsnæði, skort á kynnignu réttinda og að engir trúnaðamenn séu á vinnustað, sem gegna mikilvægu hlutverki í því að farið sé eftir þeim lögum er varða réttindi fólks.  Það er því miður sannleikurinn að það eru ekki bara skipulögð glæpagengi sem ítrekað brjóta þessi réttindi, hvort sem það er gert vísvitandi eður ei, einnig mætti lagarammin í kringum þau lög sem þessi málefni varðar vera mun skilmerkilegri.

Sigurlaug Gröndal skólastýra Félagsmálaskóla alþýðunar ræddi svo um þær brotalamir sem eru víðsvegar innan íslensk vinnumarkaðar. Dæmi um þær brotalamir eru brot á öryggis aðstæðum, brot á og mismunun á vinnuaðstæðum, skortur á fræðslu á almennum réttindum starfsfólks. Lítið eða ekkert tillit tekið til kvartanna og eða beiðna starfsfólks, að gerðar séu óraunhæfar kröfur um að starfsfólk sinni störfum sem engan veginn heyrir undir þeirra störf og það beðið um að hlaupa/vinna hraðar, ef um undirmönnun sé að ræða.

Fjóla Pétursdóttir lögfræðingur fór svo yfir mikilvægi trúnaðarmanna og þeirra réttinda sem þeir/þau eiga að búa við á vinnustöðum. Í dag er almennt frekar erfitt að fá fólk til þess að gegna þessari þó mikilvægri stöðu, sem er gerð til þess að fylga eftir réttindum starfsfólks. Það gæti meðla annars orsakast að því að þeim reglum sem gilda eiga er ekki ávalt fylgt eftir og eru dæmi um að trúnaðarmenn hafi verið sagt upp, á röngum og í raun ólöglegum forsendum og hafa þær uppsagnir leytt til dómsmála.

Að lokum fór Halldóra S. Sveinsdóttir formaður Bárunar svo yfir sögu stéttarfélagsins, hlutverk starfsfólks og mikilvægi starfsemi stéttarfélaga almennt á íslenskum vinnumarkaði.

Sóltún 28 komin aftur í útleigu

Orlofsíbúð Bárunnar að Sóltúni 28, Reykjavík er komin aftur í opna útleigu til félagsmanna. Stjórn sjúkrasjóðs Bárunnar ákvað að leigja íbúðina tímabundið til Grindvíkinga vegna eldgosa í og við Grindavík. Fólkið sem var í íbúðinni hefur skilað henni í topp standi og er hægt að leigja hana aftur út eins og venjulega í gegnum Orlofsvef Bárunnar.

 

Mörg Tímabil laus í sumar

Opnað hefur verið fyrir leigu á orlofshúsakostum félagsins sem ekki var úthlutað. Þó nokkrar vikur eru lausar víðsvegar um landið.
Fyrstur kemur fyrstur fær.

Páskaopnun og breytt dagsetning afgreiðslu styrkja úr sjúkrasjóðs.

Vegna páskafrís verðum við að færa til greiðslur á heilsu og forvarnarstyrkjum ásamt greiðslu sjúkradagpeninga.

 

  • Heilsu og forvarnastyrkir: Verða greiddir út miðvikudaginn 27.mars. Síðustu forvöð að sækja um er þriðjudagurinn 26.mars.

    Heilsu og forvarnarstyrkir

  • Sjúkradagpeningar: Afgreiðsla sjúkradagpeninga verður einnig miðvikudaginn 27.mars. Skilafrestur gagna er mánudaginn 25. Mars.

    Sjúkradagpeningar

 

Eftir páska fer afgreiðsla aftur í venjulegt form

 

Lokað verður á skrifstofu Bárunnar eftirtalda daga vegna páskafrís:

 

  • Skírdagur fimmtudagurinn 28.mars
  • Föstudagurinn langi föstudagurinn 29.mars
  • Annar í páskum Mánudagurinn 1.mars

 

Við óskum félagsmönnum góðra stunda yfir páskana.

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Mikið af lausum vikum í sumar

Opnað hefur verið fyrir leigu á orlofshúsakostum félagsins sem ekki var úthlutað. Þó nokkrar vikur eru lausar víðsvegar um landið.
Fyrstur kemur fyrstur fær.

Sóltún 28

Orlofsíbúð Bárunnar að Sóltúni 28, Reykjavík er komin aftur í opna útleigu til félagsmanna. Stjórn sjúkrasjóðs Bárunnar ákvað að leigja íbúðina tímabundið til Grindvíkinga vegna eldgosa í og við Grindavík. Íbúðin er í topp standi og er hægt að leigja hana aftur út eins og venjulega í gegnum Orlofsvef Bárunnar.

Páskaopnun og breytt dagsetning afgreiðslu styrkja úr sjúkrasjóðs.

Kæru félagsmenn,

nú líður senn að páskum og verðum við að færa til greiðslur á heilsu og forvarnarstyrkjum ásamt greiðslu sjúkradagpeninga.

 

  • Heilsu og forvarnastyrkir: Verða greiddir út miðvikudaginn 27.mars. Síðustu forvöð að sækja um er þriðjudagurinn 26.mars.

    Heilsu og forvarnarstyrkir

  • Sjúkradagpeningar: Afgreiðsla sjúkradagpeninga verður einnig miðvikudaginn 27.mars. Skilafrestur gagna er mánudaginn 25. Mars.

    Sjúkradagpeningar

 

Eftir páska fer afgreiðsla aftur í venjulegt form

 

 

Lokað verður á skrifstofu Bárunnar eftirtalda daga vegna páskafrís:

 

  • Skírdagur fimmtudagurinn 28.mars
  • Föstudagurinn langi föstudagurinn 29.mars
  • Annar í páskum Mánudagurinn 1.mars

 

Við óskum félagsmönnum góðra stunda yfir páskana.

 

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Nýr Kjarasamningur á almenna markaðnum samþykktur

Niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning 18 aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggja nú fyrir og var samningurinn samþykktur með 82,72% atkvæða. Nei sögðu 12,85% og 4,43% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru samtals 23.677 félagsmenn hjá öllum 18 aðildarfélögum SGS. Atkvæði greiddu 4.156 manns eða 17.55%. Atkvæðagreiðsla um samningin stóð yfir dagana 13. til 20. mars.

Telst kjarasamningurinn, sem undirritaður var 7. mars síðastliðinn, því samþykktur hjá eftirtöldum félögum:
AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.

Kosningar vegna kjarasamnings á almenna markaðnum.

Þitt atkvæði skiptir máli!

Kæru félagsmenn,

Þann 7. mars undirritaði Starfsgreinasamband Íslands, ásamt Eflingu og Samiðn, nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða langtímasamning til fjögurra ára sem gildir frá 1. febrúar 2024 til 31. janúar 2028. Atkvæðagreiðsla félagsfólks um samninginn fer fram dagana 13.-20. mars 2024.

Rafræn atkvæðagreiðsla allra 18 aðildarfélaga SGS um kjarasamninginn hófst kl. 12:00 miðvikudaginn 13. mars og lýkur 20. mars kl. 09:00. Niðurstöður verða kynntar sama dag.

Hægt er að greiða atkvæði á þessari síðu (sjá hnapp að neðan)  Allar upplýsingar um samningin eru einnig inná kosningarsvæði sem og hér að neðan.

 

Kjósa

https://kjosa.vottun.is/Home/Vote/474?lang=IS

Helstu atriði samningsins 

Lækkun verðbólgu með samstilltu átaki verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda, ríkis, sveitarfélaga og annarra - vextir lækki í humátt á eftir.

Samið um hófstilltar launahækkanir

  • Fyrirtæki lækki hagnaðarkröfu sína og dragi úr álagningu
  • Hófleg hækkun opinberra gjalda ríkis og sveitarfélaga
  • Vextir húsnæðislána lækki samhliða lækkun verðlags
  • Öll þurfa taka þátt og skila sínu

Endurreisn tilfærslukerfa vinnandi fólks​

  • Barnabætur, vaxtabætur og leigubætur
  • Aðrar umbætur í velferðarmálum

Ströng forsenduákvæði verja launafólk, komi til þess að markmið samnings náist ekki.

Launahækkanir
Á samningstímanum munu launataxtar hækka um samtals 95 til 107 þúsund krónur sem jafngildir tæplega 24% hækkun yfir 4 ár. Hlutfallsbil milli launaflokka og starfsaldursþrepa í launatöflu SGS halda sér út samningstímann.

Laun þeirra sem eru fyrir ofan töflur hækka á samningstíma um 14,5% en þó aldrei um minna en 95.000 kr.

Hækkanir dreifast svona yfir samningstímann:

Febrúar 2024: Lágmark 23.750 kr. eða 3,25%
Janúar 2025: Lágmark 23.750 kr. eða 3,50%
Janúar 2026: Lágmark 23.750 kr. eða 3,50%
Janúar 2027: Lágmark 23.750 kr. eða 3,50%
Samtals: Lágmark 95.000 kr. eða 14,5%

Orlofs- og desemberuppbót
Orlofs- og desemberuppbætur uppfærast á samningstímanum. Orlofsuppbót hækkar um 2.000 kr. á ári og verður 64.000 kr. árið 2027. Desemberuppbót hækkar um 4.000 kr. á ári og verður orðin 118.000 kr. í lok samningstímans.

Orlofsuppbót
2024: 58.000 kr.
2025: 60.000 kr.
2026: 62.000 kr.
2027: 64.000 kr.

Desemberuppbót
2024: 106.000 kr.
2025: 110.000 kr.
2026: 114.000 kr.
2027: 118.000 kr.

Aukin orlofsréttindi
Í samningunum eru orlofsréttindi félagsfólks aukin. Félagsmenn SGS sem hafa unnið í sex mánuði eða lengur í starfsgrein og eru eldri en 22 ára fá nú 25 daga lágmarksorlof, en orlof þeirra var áður 24 dagar.

Þá lengist orlofsréttur þeirra sem unnið hafa í fimm ár hjá fyrirtæki. Var hann áður 25 dagar en lengist í tveimur þrepum upp í 28 daga.

Leiðrétting á kjörum ræstingafólks
Í samningnum náðist mikilsverður árangur í því að bæta kjör ræstingafólks. Um var að ræða sameiginlegt sameiginlegt baráttumál SGS og Eflingar sem Samiðn studdi jafnframt dyggilega.

Til viðbótar við aðrar umsamdar hækkanir samningsins mun ræstingafólk sem starfar undir 22. kafla aðalkjarasamningsins hækka úr launaflokki 6 í launaflokk 8. Það þýðir að í lok samningstíma munu grunnlaun ræstingafólks hafa hækkað um allt að 6 þúsund krónur umfram aðrar launahækkanir, og skilar sú viðbótarhækkun sér inn í vakta- og yfirvinnuálög.

Þá kemur til viðbótar sérstakur ræstingaauki að upphæð 19.500 kr. á mánuði miðað við fulla vinnu. Ræstingaaukinn bætist við laun frá og með ágústlaunum 2024, og verður sér lína á launaseðli sem hækkar ekki vakta- eða yfirvinnuálög.

Mánaðarlaun ræstingastarfsmanns með 5 ára starfsreynslu í fullu starfi munu í september 2024 hafa hækkað um að minnsta kosti 49.866 krónur.

Einnig kemur inn ný grein sem skýrir skilgreininguna á tímamældri ákvæðisvinnu, en brögð hafa verið að því að launafólk fái ekki greitt 20% álag sem fylgja á slíkri vinnu. Nýja greinin styrkir stöðu ræstingafólks til að sækja rétt sinn gagnvart fyrirtæki.

Þá voru heimildir til vinnustaðaeftirlits útvíkkaðar til ræstingafyrirtækja.

Breytingar á greiðasölusamningi
Gerðar eru breytingar á samningi SGS við SA um störf á hótelum og veitingahúsum.

Starfsfólk hótela og veitingahúsa hækka um 1 launaflokk. ​Almennt starfsfólk úr lfl. 5 í lfl. 6. Sérþjálfaðir úr lfl. 6 í lfl. 7​

Á móti kemur að heimilt verður að greiða vaktaálag þar til fullum vinnuskilum er náð. Yfirvinnukaup greiðist eftir full vinnuskil.​

Í 5. kafla um fyrirtækjaþátt eru heimildir auknar til að semja um upptöku jafnaðarálags að gefnu samþykki stéttarfélags og starfsfólks.

Stéttarfélög hafa fulla aðkomu að viðræðum um slíkt og aðgang að öllum gögnum sem liggja til grundvallar útreikningum á jafnaðarálagi.

Réttindi í vinnu
Í samningum náðist árangur í að styrkja mikilvæg réttindamál félagsfólks á vinnustað, sem má finna í nýjum og lagfærðum kjarasamningsákvæðum.

Þar má nefna nýjan undirkafla 7.6 sem styrkir rétt starfsmanns sem leggur fram athugasemd við atvinnurekanda vegna aðbúnaðar eða öryggis á vinnustað. Samkvæmt ákvæðum kaflans er atvinnurekanda óheimilt að láta starfsmann gjalda þess í starfi að hafa komið með slíka ábendingu. Jafnframt ber atvinnurekanda að bregðast við og upplýsa starfsmann um framgang málsins.

Þá eru ákvæði varðandi störf og réttindi trúnaðarmanna styrkt verulega. Heimilt verður að kjósa þrjá trúnaðarmenn á vinnustöðum með meira en 120 félagsmenn, en frá upphafi lagasetningar um trúnaðarmenn hefur aðeins verið hægt að kjósa tvo trúnaðarmenn að hámarki á hverjum vinnustað, óháð stærð. Einnig mælir nýtt ákvæði fyrir um að trúnaðarmaður og atvinnurekandi skuli gera samkomulag um þann tíma sem trúnaðarmaður hafi til að sinna störfum sínum. Þá er námskeiðsseturéttur trúnaðarmanna aukinn úr 5 dögum í 10 á seinna ári skipunartíma og verða trúnaðarmenn sem vinna vaktavinnu tryggðir gegn launatapi sökum námskeiðssetu.

Forsendur um verðlag og hagþróun
Samningurinn er byggður á þeirri forsendu að verðbólga, og þar með vextir, náist hratt niður. Þetta er ein mikilvægasta kjarabót samninganna til viðbótar við launahækkanir og aukningu á skattfrjálsum bótum hins opinbera.

Hafi verðbólga ekki lækkað niður fyrir tiltekið mark á umsömdum dagsetningum, og ekki náðst samkomulag við SA um hvernig það skuli bætt, verður heimilt að segja samningnum upp á tveimur tímapunktum á samningstímanum. Einnig verður heimilt að segja samningi upp hafi stjórnvöld ekki staðið við yfirlýsingar sínar varðandi endurreisn bótakerfa og önnur atriði.

Einnig er forsenduákvæði sem tryggir að taxtalaun dragist aldrei aftur úr launavísitölu vegna launaskriðs hærra launaðra hópa. Þá eru forsenduákvæði sem tryggja hlutdeild launafólks í aukinni framleiðni hagkerfisins, fari hún yfir visst mark.

Tímaröðun endurskoðunarákvæða er svona:

2025: Kauptaxtar skulu hækka sjálfkrafa 1. apríl til samræmis við launavísitölu, hafi hún hækkað umfram kauptaxta SGS.

Hafi 12 mánaða verðbólga í ágúst ekki lækkað niður fyrir 4,95%, eða hafi stjórnvöld ekki staðið við fyrirheit skv. yfirlýsingu, verður heimilt að segja samningi upp þannig að hann falli úr gildi 31. október.

2026: Sömu fyrirvarar varðandi kauptaxta og 2025.

Laun hækka um vissa prósentu 1. apríl hafi framleiðni í hagkerfinu aukist umfram 2% og ekki verið efnahagssamdráttur á undangengnu ári.

Hafi 12 mánaða verðbólga í ágúst ekki lækkað niður fyrir 4,7% verður heimilt að segja samningi upp þannig að hann falli úr gildi 31. október.

2027: Sömu fyrirvarar varðandi kauptaxta og framleiðni og árið 2026.

 

Allur samningurinn (heildarútgáfa væntanleg)

Sumarúthlutun Orlofshúsa

Mikilvægar upplýsingar vegna sumarúthlutunar

Félagsfólk sækir um á Orlofssíðu Bárunnar, hægt verður að fá aðstoð við umsóknarferlið á skrifstofu félagsins að Austurvegi 56, 800 Selfoss. 

 

  • Opnað verður fyrir umsóknir þann 26. febrúar kl. 12:00
  • Lokað fyrir umsóknir þann 7. mars.
  • Úthlutun orlofshúsa mun liggja fyrir þann 8. mars.
  • Allir félagsmenn geta sótt um og það skiptir ekki máli hvenær á tímabilinu félagsfólk sækir um, það er eingöngu punktastaða umsækjenda sem ræður niðurstöðu úthlutunar.
  • Félagsfólk hefur þá eina viku til að ganga frá greiðslu í gegnum Mínar síður.
  • mars kl. 10:00 lýkur greiðslufresti þeirra sem hafa fengið úthlutað.
  • 15. mars klukkan 11:00 verða ógreiddar og óúthlutaðar vikur opnar á orlofsvefnum og gildir þá „fyrstur kemur fyrstur fær“.
  • Öllum umsóknum verður svarað. 

 

Orlofsvefur Bárunnar

Fréttabréf Bárunnar, Febrúar 2024

Kæru félagar

Vinnutímastytting, hver verður niðurstaða kjarasamninga ?

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði runnu út um síðustu mánaðamót eða þann 31.01 2024. Viðræður hafa verið í gangi síðan í desember og gengið hægt. Svokölluð „Breiðfylking“ sem samanstendur af Starfsgreinasambandi Íslands, Eflingu, FIT og VR hefur leitt viðræður við SA og hafa félögin ekki komist enn þá að samningaborðinu.  Nú virðist staðan vera sú (þegar þessi grein er rituð) að meginkrafa okkar félagsmanna samkvæmt kjarakönnun Vörðu um styttingu vinnuvikunnar hefur ekki fengið brautargengi í kjaraviðræðum. Félagsmenn voru hófsamir eins og svo oft áður varðandi launahækkanir en fóru á móti fram með kröfur um vinnutímastyttingu, lengja orlof og auka veikindarétt vegna barna.

SA (Samtök atvinnulífsins) hafa talið þetta of kostnaðarsamt þó að vinnutímastytting þeirra sem þegar eru komnir með vinnutímastyttingu hefur ekki verið kostnaðarmetinn inn í kjarasamninga til þessa. Það sem liggur á borðinu núna varðandi launhækkanir sem eru mjög hóflegar og eiga að vera framlag launafólks til lækkunar verðbólgu er rýrt ef ekki kemur til vinnutímastyttingar hjá okkar fólki eins og öðrum sem þegar hafa fengið styttingu.

Með félagskveðju

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir formaður.

Greitt hefur verið úr Félagsmannasjóði fyrir árið 2023

Í kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga frá árinu 2019 var samið um og stofnaður sérstakur félagsmannasjóður. Sveitarfélögin greiða mánaðarlega 1,5% af heildarlaunum starfsmanna inn í þennan sjóð.

Ef þú hefur ekki fengið greiðslu úr Félagsmannasjóði og þú vannst árið 2023 hjá sveitarfélagi máttu hafa samband við Báruna með því að senda tölvupóst á baran@baran.is

Við hvetjum þig til að skrá sig inn á Mínar síður félagsins https://minarsidur.baran.is/, með rafrænum skilríkjum, þar getur þú kannað hvort við séum með réttar upplýsingar um þig og lagfært ef þörf krefur. Ef þú kemst ekki inn á síðuna eða hefur einhverjar spurningar í sambandi við félagsmannasjóðinn þá máttu endilega senda tölvupóst á baran@baran.is

Starfsmannabreytingar

Starfsmannabreytingar hafa orðið á skrifstofu Bárunnar.

Þórarinn Smári Thorlacius Vinnustaðareftirltsfulltrúi hefur látið af störfum og þökkum við honum fyrir góð störf í þágu félagsmanna.

Guðjóna Björk Sigurðardóttir Kjaramálafulltrúi heldur einnig á nýjar slóðir, félagið óskar henni velfarnaðar í nýju starfi og þakkar samstarfið.

Gunnar Karl Ólafsson hefur tekið aftur til starfa og bjóðum við hann velkominn aftur.

Vinnumansal er veruleiki á Íslandi

Nýlega kom út stutt fræðslumynd á fimm tungumálum um helstu einkenni vinnumansals. Verkefnið var unnið á síðasta ári, í ljósi þess að slík mál gera í auknum mæli vart við sig í íslensku samfélagi og ástæða þótti til þess að gera betur grein fyrir þeim. Myndin er um þriggja mínútna löng hreyfimynd og er unnin á Íslandi, en myndskreytirinn Elías Rúni teiknaði myndirnar við handrit sem unnið var af samstarfshópi þeirra sem komu að verkinu.

Hér má nálgast fræðslumyndina, talsetta og textaða á 5 tungumálum (íslensku, ensku, pólsku, spænsku og úkraínsku).

Myndbandið er samstarfsverkefni Vörðu-Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, Félagsmálaskóla alþýðu, Jafnréttisstofu, Kvennaathvarfs, Vinnueftirlitsins, Rauða Krossins á Íslandi og Neyðarlínu – 112. Verkefnið hlaut stuðning frá Dómsmálaráðuneyti og Félags- og vinnumarkaðsráðuneyti.