Kæra félagsfólk,
Kjarasamningur SGS og SÍS var undirritaður í vikunni, Nýr samningur gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 verði hann samþykktur.
Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 15. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.
Hér að neðan getur þú kosið og svo eru allar helstu upplýsingar um samninginn, samningurinn sjálfur ásamt glærukynningu hér líka.
Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Geti einhver, sem telur sig eiga atkvæðisrétt, ekki kosið getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem staðfesta afdregin félagsgjöld. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 09:00 mánudaginn 15. júlí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Ef að ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð endilega hafið samband við okkur í gegnum baran@baran.is eða í síma 480-5000