Við vinnum fyrir þig

Translate to

Nýr kjarasamningur við Sveitarfélögin – Kosning stendur yfir

Kæra félagsfólk,

Kjarasamningur SGS og SÍS var undirritaður í vikunni, Nýr samningur gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 verði hann samþykktur.

Rafræn atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Starfsgreinasambands Íslands við Samband íslenskra sveitarfélaga hófst á slaginu kl. 12:00 í dag og stendur til 15. júlí næstkomandi. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar verða tilkynntar sama dag.

Hér að neðan getur þú kosið og svo eru allar helstu upplýsingar um samninginn, samningurinn sjálfur ásamt glærukynningu hér líka.

Til að greiða atkvæði um samninginn þarf viðkomandi að hafa rafræn skilríki eða íslykil. Geti einhver, sem telur sig eiga atkvæðisrétt, ekki kosið getur viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags og fengið sig færðan á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil sem staðfesta afdregin félagsgjöld. Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 09:00 mánudaginn 15. júlí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.

Ef að ykkur vantar upplýsingar eða aðstoð endilega hafið samband við okkur í gegnum baran@baran.is eða í síma 480-5000

Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna

er hafin og lýkur til 15. júlí.

Nýr kjarasamningur við Ríkið – Kosning stendur yfir

Báran, stéttarfélag ásamt hinum 17 félögum í SGS undirritað nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóð og gildir samningurinn frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er á svipuðum nótum og aðrir þeir samningar sem ríkið hefur gengið frá að undanförnu.

Samningnum fylgja nýjar launatöflur og munu laun hækka afturvirkt frá 1. apríl 2024. Samkvæmt launatöflu nýs samnings hækka laun í algengustu launaflokkum SGS um 26.900 frá 1. apríl 2024 og svo árlega um 23.500 fram til ársins 2027. Þá taka persónu- og orlofsbætur hækkunum á samningstímanum, en í lok samningstímans verður persónuuppbót (desemberuppbót) m.v. fullt starf orðin 118.000 kr. og orlofsuppbót 64.000 kr. Jafnframt var samið um breytingar á ákvæðum varðandi vinnutíma, vaktaálag, fyrirkomulag vaktavinnu og fleira. Nálgast má nánari útlistun á breytingunum sem og nýjar launatöflur í nýjum samningi.

Rafræn atkvæðagreiðsla félagsmanna

er hafin og lýkur til 8. júlí.

Allt um nýjan kjarasamning við Landsvirkjun

Landsvirkjun og SGS hafa skrifað undir nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028 og fellur hann þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. Hann felur í sér breytingar og viðbætur við kjarasamning Landsvirkjunar og Starfsgreinasambands Íslands.

Báran, stéttarfélag á aðild að samningnum og er með félagsmenn sem starfa hjá Landsvirkjun.

Hér í þessari frétt er allt efni um nýja kjarasamninginn, einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu í síma 480-5000 eða senda póst á baran@baran.is ef það eru spurningar.

Við hvetjum alla þá félagsmenn sem um ræðir að nýta kosningarétt sinn. 

Kosning stendur yfir frá klukkan 12:00 þann 28.Júní til 8.júlí næstkomandi.

 

Sumarlokun og breyttar dagsetningar á úthlutun styrkja í sumar

Lokað verður á skrifstofu Bárunnar vikuna fyrir verslunarmannahelgi eða 29. Júlí – 2. Ágúst vegna sumarleyfa. Af því gefnu verðum við að breyta dagsetningum á styrkjum úr sjóðum félagsins.

Menntastyrkir

Menntastyrkir sem eru vanalega greiddir 15. hvers mánaðar verða greiddir 5. júlí næstkomandi. Skilafrestur gagna verður því mánudagurinn 1. júlí. Þá verður næst greitt út þann 15. Ágúst eftir það.

 

Heilsu- og forvarnarstyrkir

Verða greiddir út eftirfarandi dagsetningar:

Föstudaginn 21. júní

Föstudaginn 5. júlí

Föstudaginn 26.Júlí

Föstudaginn 16. Ágúst

Þar á eftir annan hvern föstudag eins og vant er.

 

Sjúkradagpeningar

Verða greiddir eins og vanalega en það verður breyttur skilafrestur gagna í júlí.
Hann verður 22. Júlí í stað 25. Júlí. Mikilvægt er að öllum gögnum sé skilað fyrir miðnætti 22. Júlí.

 

Sumarkveðjur

Starfsfólk Bárunnar

Fréttabréf Bárunnar – Júní 2024

Aðaldundur

Aðalfundur Bárunnar var haldinn í Tryggvaskála á Selfossi miðvikudaginn 15.maí
Fundarstjóri var Soffía Sigurðardóttir og fundarritari var Fjóla Pétursdóttir.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Helstu atriði starfsársins 2023 - 2024 voru lesin yfir og er hægt að segja að árið hafi verið viðburðaríkt.

Því næst fór Valgerður Kjartansdóttir endurskoðandi félagsins yfir ársreikning félagsins.

Þá var komið að kosningi stjórnar og í aðrar nefndir en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt þar sem ekki bárust aðrar tillögur.

Arndís Soffía Sigurðardóttir kom og kynnti fyrir okkur verkefnið Öruggara Suðurland.

Við þökkum öllum þeim sem mættu á fundinn og komu að honum kærlega fyrir.

Breyting á reglugerð og úthlutunarreglum Sjúkrasjóðs

Samþykkt var á aðalfundi að breyta reglugerð sjúkrasjóðs en breytingarnar snéru aðallega að því að færa hana nær nútímanum eftir mikla tæknivæðingu félagsins undanfarin ár.

Einnig var sett inn ný grein vegna samþykktar Alþýðusambandsins um réttindaflutning á milli aðildarfélaga.

Ný ákvæði reglugerðar sjúkrasjóðs

Sá sem öðlast hefur rétt til greiðslu sjúkra- og slysadagpeninga úr sjúkrasjóði eins verkalýðsfélags, öðlast þann rétt hjá nýjum sjóði skv. þeim reglum sem þar gilda eftir að hafa greitt í þann sjóð í einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt hjá fyrri sjóðnum.
Sá sem öðlast hefur rétt til styrkja úr sjúkrasjóði eins aðildarfélags ASÍ, öðlast rétt til styrkja hjá Bárunni, stéttarfélagi skv. þeim reglum sem hjá félaginu gilda eftir einn mánuð, enda hafi hann fram að því átt rétt hjá fyrra félaginu. Þegar sótt er um styrki í nýju aðildarfélagi skal umsækjandi leggja fram yfirlit um veitta styrki sem hann hefur þegið úr fyrra sjúkrasjóði sl. 36 mánuði. 10.3 Vinni maður á fleiri en einum vinnustað og hafi verið greitt í fleiri en einn sjúkrasjóð þegar sótt er um greiðslu, skal umsækjandi greina frá því í hvaða sjóði hann hefur greitt og er heimilt að fresta greiðslu bóta þangað til fyrir liggur staðfesting annarra sjóða á því að umsækjandi hafi ekki sótt um greiðslur þaðan. Sjúkrasjóðurinn skal leita slíkrar staðfestingar og gefa síðan öðrum sjóðum yfirlit yfir þær bætur sem greiddar eru vegna umsækjandans, tegund og fjárhæð bóta.

Þetta er gert til þess að tryggja rétt fólks þegar það skiptir um félag. Við fögnum þessu og hlökkum til að útfæra þetta á skilvirkan máta.

Stjórn sjúkrasjóðs samþykkti einnig  breytingar á úthlutunarreglum sjóðsins sem að tók gildi þann 1.júní síðastliðinn. Breytingarnar eru annarsvegar það sama og var gert í reglugerð sjúkrasjóðs. En einnig bætt við þau gögn sem þarf að skila

“ Til viðbótar þarf að skila staðfestingu á greiðslu reiknings t.d. úr íslenskum heimabanka eða greiðslukvittun frá viðkomandi fyrirtæki. Reikningur má ekki vera eldri en 12 mánaða.“

Nýir orlofshúsakostir og breytt verðskrá

Báran, stéttarfélag hefur fest kaup á þrem nýjum eignum undanfarið og þar með stórbætt framboð af orlofshúsakostum félagsmanna til muna.

Glæný íbúð í Borgartúni 24 er að verða klár, glæsileg íbúð á frábærum stað sem kemur í leigu á næstu vikum. Tvö sumarhús í Grímsnesi sem má segja að séu í lúxusflokki, og kemur annað þeirra í leigu á næstu vikum og hitt í ágúst. Auglýst verður sérstaklega þegar þau verða komin inn á orlofsvef Bárunnar.

Leiguverð á orlofshúsakostum Bárunnar er með því lægsta sem þekkist en ákveðið var að hækka lítilega leiguna. Hækkunin tekur gildi 1. september. En búið er að opna fyrir september.

 

Orlofshúsavefur

Sumarkveðjur

Starfsfólk Bárunnar

Skert þjónusta Þriðjudaginn 11. Júní

Vegna uppfærslu á tækja- og hugbúnaði mun vera skert þjónusta á skrifstofu félagsins þriðjudaginn 11. júní næstkomandi.

Enn verður hægt að sækja alla þjónustu sem stendur til boða á heimasíðu óskert, eins og að sækja um styrki, orlofshús og fleira.

Við biðjum félagsmenn að sýna því skilning á meðan því stendur.

Venjuleg starfsemi skrifstofunar hefst svo að fullu miðvikudaginn 12. júní.

Kveðja

Starfsfólk Bárunnar, stéttarfélags

Af aðalfundi 2024

Vel heppnaður Aðalfundur 2024

Aðalfundur Bárunnar var haldinn í Tryggvaskála á Selfossi í gærkvöldi.
Fundarstjóri var Soffía Sigurðardóttir og fundarritari var Fjóla Pétursdóttir.

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður fór yfir skýrslu stjórnar. Helstu atriði starfsársins 2023 - 2024 voru lesin yfir og er hægt að segja að árið hafi verið frekar viðburðarríkt.
Því næst fór Valgerður Kjartansdóttir endurskoðandi félagsins yfir ársreikning félagsins. Þá var næst kosning stjórnar og í aðrar nefndir en tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt þar sem ekki bárust aðrar tillögur.

Þá kom Arndís Soffía Sigurðardóttir og kynnti fyrir okkur verkefnið Öruggara Suðurland.

Við þökkum öllum þeim sem mættu á fundinn og komu að honum kærlega fyrir.

 

Fréttabréf Bárunnar. Aðalfundur, 1.maí, orlofsuppbót og fleira

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags

Við bjóðum öllum félagsmönnum okkar til að mæta á aðalfund félagsins. Farið verður yfir síðastliðið ár, aðalfundarstörf ásamt spennandi erindi. Við þökkum félögum fyrir annað frábært ár í okkar ört stækkandi félagi, hlökkum til að sjá sem flesta.

Fundurinn hefst klukkan 18:00 miðvikudaginn 15. maí næstkomandi og verður hann haldinn í Tryggvaskála, Selfossi.

 

Dagskrá:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Breyting á regulegrð sjúkrasjóðs
  • Önnur Mál
  • Erindi: Öruggara Suðurland

Arndís Soffía Sigurðardóttir kynnir fyrir okkur

verkefnið Öruggara Suðurland.

Veitingar í boði fyrir fundarmenn

 

Hlökkum til að sjá ykkur

Orlofsuppbót 2024

Félagsmenn athugið

Greiða á orlofsuppbót/persónuuppbót 1.maí/1.júni ár hvert, dagsetning fer eftir kjarasamningi. Þetta er föst umsamin fjárhæð sem greiðist ár hvert. Hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu. Ekki er greitt orlof á orlofsuppbótina. Áunna orlofsuppbót skal gera samhliða starfsfokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

 

  • Almenni samningur milli SGS og SA  - 58.000 kr. 
  • Samningur f.h. Ríkissjóðs og SGS - 53.000 kr. (ósamið)
  • Samingur SGS og Launanefndar sveitarfélaga - 55.700 kr. (ósamið)
  • Samningur SA vegna Sólheima við Báruna, stéttarfélag - 53.000 (ósamið)
  • Skaftholt  - 55.700 kr. (ósamið)
  • Vinnustaðasamningur Mjólkurbús Flóamanna - 58.00 kr. 
  • Bændsamtök Íslands og SGS - 56.00 kr. (ósamið)
  • Landsamband smábátaeigenda og SGS - 56.000 kr. (ósamið)
  • Landsvirkjun og SGS - 149.400 kr. (ósamið)

1. maí 2024

Á miðvikudaginn var 1. maí haldinn í ljúfu veðri. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var einnig vel sóttur.

Kröfugangan hófst klukkan 11:00 og leiddi lögreglan gönguna á undan hestamönnum frá Sleipni, fánaborg og Lúðrasveit Selfoss fylgdu þar fast á eftir og loks allir þeir sem mættu í gönguna.
Við viljum þakka öllum þeim aðilum sem lögðu okkur lið til að skipuleggja gönguna.

Labbað var niður Austurveginn og endað á Hótel Selfoss þar sem tók við dagskrá og veitingar.

Þakkir fyrir frábæran dag kæra launafólk

Starfsdagar Vinnustaðareftirlitsfulltrúa

Dagana sjöunda til áttunda maí stóð ASÍ fyrir starfsdögum eftirlitsfulltrúa.

Mjög svo áhugaverð dagskrá með það markmið að efla og þróa þetta mikilvæga starf. Samstarfsaðilar eftirlitsins voru með erindi og fóru yfir samstarfið og ítrekuðu mikilvægi þeirra upplýsinga og gagna sem að vinnustaðareftirlit ASÍ aflar. Fulltrúar voru frá Ríkislögreglustjóra, RSK, Vinnumálastofnun og Vinnnustaðareftirliti Ríkisins.

Við þökkum Sögu Kjartansdóttur og ASÍ fyrir einstaklega vel heppnaða starfsdaga.

Aðalfundur Bárunnar, stéttarfélags 2024

Við bjóðum öllum félagsmönnum okkar til að mæta á aðalfund félagsins. Farið verður yfir síðastliðið ár, aðalfundarstörf ásamt spennandi erindi. Við þökkum félögum fyrir annað frábært ár í okkar ört stækkandi félagi, hlökkum til að sjá sem flesta.

Fundurinn hefst klukkan 18:00 miðvikudaginn 15. maí næstkomandi og verður hann haldinn í Tryggvaskála, Selfossi.

 

Dagskrá:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf
  • Breyting á regulegrð sjúkrasjóðs
  • Önnur Mál
  • Erindi: Öruggara Suðurland

Arndís Soffía Sigurðardóttir kynnir fyrir okkur

verkefnið Öruggara Suðurland.

Veitingar í boði fyrir fundarmenn

 

Hlökkum til að sjá ykkur

1. maí – Myndir og samantekt

Frábær dagur,

Á miðvikudaginn var 1. maí haldinn í ljúfu veðri. Dagurinn heppnaðist einstaklega vel og var einnig vel sóttur.

Kröfugangan hófst klukkan 11:00 og leiddi lögreglan gönguna á undan hestamönnum frá Sleipni, fánaborg og Lúðrasveit Selfoss fylgdu þar fast á eftir og loks allir þeir sem mættu í gönguna.
Við viljum þakka öllum þeim aðilum sem lögðu okkur lið til að skipuleggja gönguna.

Labbað var niður Austurveginn og endað á Hótel Selfoss þar sem tók við dagskrá og veitingar.

Kærar þakkir fyrir frábæran dag kæra launafólk