Við vinnum fyrir þig

Translate to

Starfshópur skal móta nýtt framtíðarskipulag SGS

Þing Starfsgreinasambands Íslands samþykkti í gær að skipa 7 manna starfshóp sem á að fara í ítarlega vinnu við að móta framtíðarskipulag Starfsgreinasambandsins. Störfum þessa hóps lýkur á framhaldsþingi sem haldið verður í síðasta lagi í maí 2012. Verkefni starfshópsins er að fara yfir framtíðarskipulag SGS, m.a. endurskoðun á hlutverki, starfsemi, stjórnkerfi, rekstri og lögum sambandsins með það að markmiði að einfalda stjórnkerfið, draga úr rekstrarkostnaði og færa starfsemi sambandsins að breyttu umhverfi aðildarfélaganna. 

Við ákvörðun fulltrúa í starfshópinn var lögð áhersla á að velja formenn félaga sem endurspegla mismunandi sjónarmið og skoðanir um framtíð sambandsins.

Starfshópinn skipa eftirtaldir fulltrúar: Halldóra S. Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Aðalsteinn Á Baldursson (Framsýn stéttarfélag), Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja), Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (Afl starfsgreinafélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Kristján Gunnarsson (VSFK) og Sigurður Bessason (Efling stéttarfélag). 

Tekið af heimasíðu SGS

Ályktanir þings Starfsgreinasambands Íslands

Þingi Starfsgreinasambandsins sem hófst í gær var framhaldið í morgun með nefndarstörfum. Þingið samþykkti um hádegið eftirfarandi ályktanir, allar samhljóða. Tillaga um ályktun um afnám verðtryggingar var felld.

Ályktun um kjaramál

 

Ályktun um efnahags- og atvinnumál

 

Ályktun um málefni heimilanna

 

Ályktun um leiðréttingu forsendubrests

 

Ályktun um jafnréttismál

 

Ályktun um atvinnuleysisbætur

 

Ályktun um séreignalífeyrissparnað

Tekið af heimasíðu SGS

Fyrirtæki ársins 2011

Nú hefur verið ákveðið að fara aftur af stað með að velja fyrirtæki ársins á Suðurlandi. Verslunarmannafélag Suðurlands stóð fyrir samskonar könnun fyrir nokkrum árum. Könnunina er að finna inni í Eljunni, blað Verslunarmannafélags Suðurlands og Bárunnar, stéttarfélags sem fór í dreifingu í byrjun vikunnar.

Tilgangurinn með átakinu er að kanna nokkra lykilþætti í starfi sem varða félagsmenn. Könnunin mælir m.a. hversu vel svarendum líður í vinnunni, stjórnun, starfsanda og vinnuaðstöðu. Markmiðið er að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem best koma út úr þessari könnun.

Félagsmenn eru hvattir til að fylla út könnunin og senda hana til Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56 Selfossi, sem fyrst eða í síðasta lagi 15. október nk. Könnunina má setja ófrímerkta í póst. Valið verður tilkynnt við hátíðlega athöfn 11. nóvember nk. Niðurstaðan verður birt á heimasíðu félaganna og send fjölmiðlum.

Eljan er komin út

Í blaðinu má meðal annars finna viðtöl við tvo nýja forystumenn í verkalýðshreyfingunni,nýkjörinn formann Landssambands íslenzkra verzlunarmanna Stefán Einar Stefánsson og nýráðinn framkvæmdastjóra Starfsgreinasambands Íslands Kristján Bragason. Einnig er viðtal við Ágústu Guðmundsdóttur ráðgjafa hjá Virk starfsendurhæfingarsjóði um þjónustu fyrir þá sem ekki geta sinnt vinnu sinni af heilsufarslegum ástæðum.

Í tilefni af þeirri ákvörðun stéttarfélöganna að endurvekja kosningu á fyrirtæki ársins er í blaðinu viðtal við mæðgurnar Ingunni Guðmundsdóttur og Þórdísi Sólmundardóttur í Pylsuvagninum á Selfossi. Pylsuvagninn hlaut viðurkenningu í könnun VMS fyrir nokkrum árum og endaði alltaf í einu af þrem efstu sætunum öll árin sem hún var gerð.

Með blaðinu fylgir síðan könnun til félagsmanna og eru þeir hvattir til að fylla hana út og taka þátt í að vekja athygli á þeim fyrirtækjum sem best eru að standa sig. Seðillinn er á bls. 17 – 18 inn í blaðinu og þarf að klippa hann út, brjóta hann saman og senda í frípósti til Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi Austurvegi 56, Selfossi. Skilafrestur er 15. október nk.

Það er von ritstjórnar að þetta blað verði félagsmönnum til upplýsingar og einnig viljum við hvetja félaga til skrifa greinar og koma á framfæri ábendingum um mál sem ástæða er til að fjalla um.

Bullandi ágreiningur um ákvörðun innanríkisráðherra í fangelsismálum

Á fundi stéttarfélaganna með þingmönnum Suðurkjördæmis sem haldinn var á Eyrarbakka þann 28. sl. kom sterkt fram í máli þeirra að ákvörðun Ögmundar Jónassonar félli í grýttan jarðveg sunnlendinga. Þingmenn töldu ákvörðun ráðherrans ekki eiga sér lagaheimild og eins og einn þingmaðurinn orðaði það „hættum þessu Hólmsheiðarbulli og byggjum við á Litla Hrauni“.

Krafa frá stéttarfélögunum til þingmanna um samstöðu í atvinnumálum.

Stéttarfélögin á Suðurlandi voru að kalla eftir sameiginlegri stefnumótun þingmanna í atvinnumálum kjördæmisins . Töldu þingmenn að erfitt væri að vera með þverpólitíska stefnu í atvnnumálum og báðust undan því.

Þingmenn sögðust treysta sér til að sameinast um einstaka mál eins og viðbyggingu við Litla Hraun, að standa vörð um Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Suðurlandsveg. Þingmenn hétu fundarmönnum því að beita sameiginlegum slagkrafti til þessara mála. Miklar umræður urðu um heildarstefnu í atvinnumálum, lélegu aðgengi að fjármagni og atvinnuleysi.

Að lokum kölluðu fundarmenn eftir stórskipahöfn í Þorlákshöfn, virkjunum samkvæmt rammaáætlun og mikil áhversla lögð á að raforkan nýtist í heimabyggð.

Eins og einn þingmaðurinn orðaði það „tími kjördæmispotara er ekki liðinn“ vonandi spyrnir það við þeirri þróun að þjónusta og uppbygging fari á höfuðborgarsvæðið.

Félagsfundur Bárunnar stéttarfélags

Við viljum minna á félagsfund Bárunnar sem haldinn verður í kvöld kl. 20.00 í sal Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Austurvegi 56, Selfossi.

Meðal efnis á fundinum er kynning á starfi félagsins og kosning fulltrúa á þing Starfsgreinasambands Íslands.

Félagar, mætum öll og tökum ábyrgð á eigin málum.

Námskeiðið Á tímamótum

Báran stéttarfélag í samvinnu við Fræðslunet Suðurlands bjóða þeim félagsmönnum sem huga að starfslokum vegna aldurs að sækja námskeiðið Á tímamótum.

Á námskeiðinu verður  m.a. fjallað um: Félagslega þætti og breytingar sem verða á lífi fólks við starfslok, þjónustu sveitarfélaga við eldri borgara og hvernig hægt er að nálgast hana, þjónustu Tryggingastofnunar og málaflokka sem heyra undir hana og Sjúkratryggingar Íslands. Reglur um greiðslur ellilífeyris verða kynntar. Þá verður fjallað um hvernig hægt er að undirbúa sig heilsufarslega undir efri árin. Þar sem gert er ráð fyrir mikilli þátttöku verða fjögur námskeið haldin.

Námskeiðið er að kostnaðarlausu fyrir félagsmenn Bárunnar, stéttarfélags.

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 4. – 20. október 2011

Staður: Iða á Selfossi

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 til 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 27. október – 15. nóvember 2011

Staður: Iða á Selfossi

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.00 til 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 10. – 26. október

Staður: Grunnskólinn í Hveragerði

Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.00 – 18.50

 

Á tímamótum 15 stundir

Tímasetning: 17. október – 3. nóvember 2011

Staður: Hella/Hvolsvöllur

Mánudaga og fimmtudaga kl. 17.00 – 18.50

 

Innritun er í síma 480-8155. Nánari upplýsingar hjá Fræðsluneti Suðurlands eða Þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi.

Opinn fundur um atvinnumál með þingmönnum Suðurkjördæmis

Báran, stéttarfélag, Verslunarmannafélag Suðurlands, Félag iðn- og tæknigreina, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi og Verkalýðsfélag Suðurlands boða til fundar þar sem rædd verður staða og framtíð atvinnumála á Suðurlandi.

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimlinu Stað á Eyrarbakka miðvikudaginn 28. september kl. 20.00. Fundarstjóri verður Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.

Meðal þess sem spurt verður:
Hver er stefna þingmanna kjördæmisins í atvinnuuppbyggingu á svæðinu?
Stendur til að leggja niður fangelsið á Litla Hrauni?
Á að loka sjúkrahúsunum á Suðurlandi?
Hver eru sjónarmið þingmanna á nýtingu virkjanakosta á Suðurlandi?

Sýnum samstöðu og leggjumst öll á árarnar til þess að rödd sunnlendinga heyrist þegar kemur að ákvörðunartöku sem skiptir íbúa svæðisins miklu máli til framtíðar.